Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2016 06:01

Akraneskaupstaður sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu

Á fundi bæjarstjórar Akraness síðdegis í gær voru ársreikningar Akraneskaupstaðar árið 2015 lagðir fram til fyrri umræðu. Samkvæmt þeim er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 200,3 milljónir króna og rekstrarniðurstaða samstæðunnar, þ.e. A og B hluta var jákvæð um 75,1 milljón. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra er þetta þriðja árið í röð sem bæjarsjóður skilar rekstrarafgangi. „Miklar kjarasamningshækkanir voru á árinu og lífeyrisskuldbinding Akraneskaupstaðar hefur hækkað verulega. Á móti komu hærri útsvarstekjur, aukin framlög úr Jöfnunarsjóði og auknar tekjur vegna sölu lóða. Aðhalds hefur verið gætt á öllum sviðum rekstrarins og sameiginleg útgjöld, til dæmis rekstur bæjarskrifstofunnar og fleira er nú 6,4% af skatttekjum bæjarfélagsins. Útgjöld vegna skólamála hafa hinsvegar hækkað úr 46,8% í 49% af skatttekjum og munar þar mestu um kjarasamning kennara,“ að sögn Regínu.

Rekstrarniðurstaða hjúkrunarheimilisins Höfða var neikvæð um 116,2 milljónir króna, að mestu vegna lífeyrisskuldbindinga heimilisins. Á árinu greiddi Akraneskaupstaður niður lán um 263,6 milljónir króna en skuldahlutfall A hluta er nú 104% en var 116% árið 2014. Skuldahlutfall A og B hluta er nú 116% en var 126% árið 2014.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is