Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2016 06:01

Akraneskaupstaður sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu

Á fundi bæjarstjórar Akraness síðdegis í gær voru ársreikningar Akraneskaupstaðar árið 2015 lagðir fram til fyrri umræðu. Samkvæmt þeim er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 200,3 milljónir króna og rekstrarniðurstaða samstæðunnar, þ.e. A og B hluta var jákvæð um 75,1 milljón. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra er þetta þriðja árið í röð sem bæjarsjóður skilar rekstrarafgangi. „Miklar kjarasamningshækkanir voru á árinu og lífeyrisskuldbinding Akraneskaupstaðar hefur hækkað verulega. Á móti komu hærri útsvarstekjur, aukin framlög úr Jöfnunarsjóði og auknar tekjur vegna sölu lóða. Aðhalds hefur verið gætt á öllum sviðum rekstrarins og sameiginleg útgjöld, til dæmis rekstur bæjarskrifstofunnar og fleira er nú 6,4% af skatttekjum bæjarfélagsins. Útgjöld vegna skólamála hafa hinsvegar hækkað úr 46,8% í 49% af skatttekjum og munar þar mestu um kjarasamning kennara,“ að sögn Regínu.

Rekstrarniðurstaða hjúkrunarheimilisins Höfða var neikvæð um 116,2 milljónir króna, að mestu vegna lífeyrisskuldbindinga heimilisins. Á árinu greiddi Akraneskaupstaður niður lán um 263,6 milljónir króna en skuldahlutfall A hluta er nú 104% en var 116% árið 2014. Skuldahlutfall A og B hluta er nú 116% en var 126% árið 2014.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is