Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2016 12:54

Heimavellir kaupa 33 íbúðir á Vestfjörðum og Vesturlandi

Íbúðalánasjóður undirritaði í gær samning við leigufélagið Heimavelli um kaup fyrirtækisins á 139 fasteignum af sjóðnum í einu lagi. Þar af eru 33 íbúðanna á Vesturlandi og Vestfjörðum. Heimavellir átti hæsta tilboðið í íbúðirnar í opnu söluferli sem hófst í desember síðastliðnum. Í heild auglýsti Íbúðalánasjóður 504 fasteignir til sölu samtímis og skipti þeim upp í fimmtán eignasöfn. Gátu allir sem vildu boðið í eignirnar. „Alls bárust kauptilboð frá 43 ólíkum aðilum í eignirnar. Gengið verður frá sölu á fleiri eignum á næstu dögum. Sala íbúðanna 139 til Heimavalla mun hafa jákvæð áhrif á afkomu Íbúðalánasjóðs en söluverðmæti þeirra nemur alls um 1,8 milljarði króna,“ segir í tilkynningu frá sjóðnum.

Jákvæð merki sjást á landsbyggðinni

Eignirnar sem Heimavellir hafa nú keypt af Íbúðalánasjóði eru í fjórum eignasöfnum á Austfjörðum, Vestfjörðum og Vesturlandi. Langflestar þeirra eru á Austfjörðum. Tilboðsgjafar í eignirnar hafa talið að jákvæð merki sem nú sjáist á landsbyggðinni, breytingar í atvinnurekstri, fjölgun ferðamanna og meira framboð afþreyingar muni styðja við þessi svæði. Innkoma traustra leigufélaga mæti mikilli eftirspurn sem verið hefur eftir leigueignum á þessum stöðum að undanförnu. Það hefur verið yfirlýst stefna Íbúðalánasjóðs að losa um meirihluta fasteigna sjóðsins á þessu ári. Sjóðurinn fór í framhaldinu í frekari samningaviðræður við tilboðsgjafa sem áttu hæstu tilboð í önnur eignasöfn. Nú þegar hefur verið gengið að tilboðum í 356 eignir af þeim 504 sem auglýstar voru og er söluverð þeirra um 6,4 milljarðar króna.

 

„Þessi samningur er afar jákvæður fyrir nokkur bæjarfélög á landsbyggðinni. Með honum er leyst úr því óvissuástandi sem verið hefur um þessar eignir nú þegar þær komast í hendur framtíðareigenda. Ég fagna því hve mikil þátttaka var af hálfu fjárfesta og okkur virðist Íbúðalánasjóður fá gott verð með því að selja eignirnar í opnu söluferli. Þá er mikilvægt að þessi sala hefur jákvæð áhrif á afkomu sjóðsins,“ segir Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is