Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2016 02:10

Skrifað undir samninga um peninga til ljósleiðaravæðingar

Í dag verða undirritaðir samningar Fjarskiptasjóðs við nokkur sveitarfélög sem fengið hafa styrki til að leggja ljósleiðara á sínum svæðum á þessu ári. Þetta eru fyrstu samningarnir í verkefninu Ísland ljóstengt. Samningarnir þýða að nú mun 1101 tenging komast á í landinu fyrir þær 450 milljónir sem ætlað er að Fjarskiptasjóður hafi til ráðstöfunar á þessu ári. Hæsta fjárhæðin er áætlað að fari á Norðvestursvæði landsins en sú lægsta á höfuðborgarsvæðið. Áætlað er að 188 milljónum verði valið á Norðvestursvæðið. Þar af er sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtshreppi boðinn styrkur að upphæð tólf milljónum króna og hefur Borgarbyggð kost á styrk að upphæð 4.560 þúsund krónum. Er það lægsta styrkupphæðin sem er í boði til þeirra sveitarfélaga sem eiga kost á styrk. Fjöldi styrkhæfra staða í Borgarbyggð er 17 en 31 í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þá er meðalstyrkur á tengingu í Borgarbyggð 268.235 kr. en 390 þúsund krónur í Eyja- og Miklaholtshreppi.

 

 

Dalabyggð og Snæfellsbær sóttu einnig um styrki en hlutu ekki úthlutun að þessu sinni. Dalamenn hafa mótmælt aðferð við úthlutun og finnst óeðlilegt að keppa þurfi við önnur sveitarfélög um fjármagn til ljósleiðaravæðingar. Þannig eigi fjárhagslega veik sveitarfélög erfitt með að keppa við þau efnameiri um úthlutun úr fjarskiptasjóði. Hlutur Vesturlands er nú 3,7% af þeim 450 milljónum sem áætlað er að úthluta. Hæsti styrkurinn sem stendur sveitarfélagi til boða nú hljóðar upp á 118 milljónir króna og verður úthlutað til Rangárþings ytra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is