Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2016 06:01

Fullkomin steinefnaþvottastöð tekin í notkun á Hólabrú

Nýverið var tekin í notkun ný steinefnaþvottastöð í malarnámunni að Hólabrú við rætur Akrafjalls. Efnisvinnslan Tak-Malbik ehf. er eigandi þvottastöðvarinnar, en aðeins ein sambærileg stöð er fyrir í landinu. Stöðin er af gerðinni CDE 2500, er mikið mannvirki og kostaði uppsett um 220 milljónir króna. Undirbúningur og uppsetning hennar var því allnokkuð fyrirtæki. „Við erum nú búnir að keyra stöðina í mánuð og höfum verið að taka á öllum byrjunarvandamálum, læra að stilla vélarnar þannig að við fáum þau efnisgæði sem við viljum fá og bara læra á tækið almennt,“ segir Halldór Gunnlaugsson, einn þriggja eigenda Tak-Malbiks í samtali við Skessuhorn.

Nýja þvottastöðin gerir Tak-Malbiki kleift að skapa aukin verðmæti úr þeim jarðefnum sem unnið er með og fer nú ekkert efni til spillis. Það bætir arðsemi starfseminnar. „Efninu er mokað í stöðina, hreinsað með vatni og flokkað eftir grófleika. Við höfum möguleika á að skipta efninu í fimm flokka en erum að vinna þrjá eins og er. Grófasta efnið fer í malbik en fínna efnið seljum við ýmist til steypuvinnslu eða sem fylliefni í steypu. Við höfum í gegnum tíðina aðallega unnið steinefni í malbik fyrir Vegagerðina og þar eru gæðakröfur að aukast og vaxandi kröfur um umhverfisvænna efni til að klæða vegi og malbika. Til að uppfylla þær kröfur þurftum við nýjar og betri græjur,“ segir hann. „En nú getum við einnig hreinsað fínna efni og selt sem hágæða hráefni til steypuvinnslu, efni sem áður var umframefni hjá okkur,“ segir Halldór Gunnlaugsson.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is