Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2016 09:01

Firma Þórðar og Lofts á Akranesi og í Sandgerði

Það var á árinu 1907 að þeir félagar og jafnaldrar Loftur Loftsson og Þórður Ásmundsson hófu undirbúning að félagsstofnun sinni um verslun og útgerð á Akranesi. Þeir voru þá 23 ára að aldri, en ári áður höfðu þeir félagar ásamt fleiri ungum mönnum á Akranesi keypt fyrsta dekkvélbátinn sem nefndur var Fram. Loftur tók að sér að útvega lóð undir verslunina á góðum stað, eins og hann sagði í bréfi til Þórðar; “fyrir framan hús Gríms í Götu” (þ.e. Hallgríms á Grímsstöðum) og töldu þeir félagar þennan stað heppilegan fyrir verslunarhús á Skaganum; “því þar hljóta flestir aðkomumenn eða plássfólk að fara um”.  Í dag er lóð þessi nr. 48 við Vesturgötu. Þórður hins vegar fékk föður sinn Ásmund á Háteigi til að útvega veð fyrir láni sem þeir félagar tóku vegna væntanlegra framkvæmda. Stofnféð til þessa verslunarreksturs var 4.000 krónur og voru þær fengnar að láni hjá Gísla Daníelssyni í Kárabæ, en Gísli var mikill fjáraflamaður og vel stæður. Lánaði hann fé til atvinnureksturs og stuðlaði með því að koma fótum undir ýmsa starfsemi á Skaganum um sína daga.

 

Í Skessuhorni vikunnar er ítarleg frásögn Ásmundar Ólafssonar um fyrirtæki þeirra félaga og sitthvað fleira. Enginn sögugrúskari má láta það framhjá sér fara.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is