Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2016 09:01

Firma Þórðar og Lofts á Akranesi og í Sandgerði

Það var á árinu 1907 að þeir félagar og jafnaldrar Loftur Loftsson og Þórður Ásmundsson hófu undirbúning að félagsstofnun sinni um verslun og útgerð á Akranesi. Þeir voru þá 23 ára að aldri, en ári áður höfðu þeir félagar ásamt fleiri ungum mönnum á Akranesi keypt fyrsta dekkvélbátinn sem nefndur var Fram. Loftur tók að sér að útvega lóð undir verslunina á góðum stað, eins og hann sagði í bréfi til Þórðar; “fyrir framan hús Gríms í Götu” (þ.e. Hallgríms á Grímsstöðum) og töldu þeir félagar þennan stað heppilegan fyrir verslunarhús á Skaganum; “því þar hljóta flestir aðkomumenn eða plássfólk að fara um”.  Í dag er lóð þessi nr. 48 við Vesturgötu. Þórður hins vegar fékk föður sinn Ásmund á Háteigi til að útvega veð fyrir láni sem þeir félagar tóku vegna væntanlegra framkvæmda. Stofnféð til þessa verslunarreksturs var 4.000 krónur og voru þær fengnar að láni hjá Gísla Daníelssyni í Kárabæ, en Gísli var mikill fjáraflamaður og vel stæður. Lánaði hann fé til atvinnureksturs og stuðlaði með því að koma fótum undir ýmsa starfsemi á Skaganum um sína daga.

 

Í Skessuhorni vikunnar er ítarleg frásögn Ásmundar Ólafssonar um fyrirtæki þeirra félaga og sitthvað fleira. Enginn sögugrúskari má láta það framhjá sér fara.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is