20. apríl. 2016 04:13
Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson var nýlega kosinn formaður Blindrafélagsins. Sigþór er frá Stykkishólmi en hefur verið búsettur í Reykjavík að hluta til um árabil. „Ég hef aldrei náð að flytja í huganum. Ég skilgreini mig því sem fjarverandi Hólmara en ekki brottfluttan,“ segir hann. Sigþór er sjálfur lögblindur og hefur verið í ýmsum störfum innan félagsins á undanförnum árum. Blaðamaður Skessuhorns hitti Sigþór í húsnæði Blindrafélagsins í Reykjavík á dögunum og átti við hann spjall. Þar sagði hann meðal annars frá sjálfum sér, helstu áherslum Blindrafélagsins sem og þeim áskorunum sem félagið stendur frammi fyrir.
Sjá ítarlegt viðtal við Sigþór Hólmara í Skessuhorni vikunnar.