22. apríl. 2016 11:01
Dalamaðurinn Þorbjörn Jóelsson hefur verið í flutningaakstri frá 22ja ára aldri en þá byrjaði hann í sumarafleysingum í Mjólkursamsölunni í Búðardal. Fljótlega varð aksturinn heilsársstarf og árið 2002 keypti Þorbjörn hlut í KM þjónustunni í Búðardal og sá um vöruflutningadeildina. Þegar KM þjónustan seldi vöruflutningana til Vörumiðlunar í mars 2013 má segja að Þorbjörn hafi fylgt með og heldur hann því enn utan um starfsemina á þessu svæði ásamt því að stunda búskap á æskuheimili sínu Harrastöðum. Í liðinni viku skellti fréttaritari Skessuhorns sér með í útkeyrsluferð í Reykhólasveitina og fékk að fylgjast með Þorbirni að störfum eina dagsstund. Í Skessuhorni vikunnar má sjá myndasyrpu Steinunnar Matthíasdóttur úr ferðinni ásamt frásögn og spjalli við Þorbjörn og íbúa á svæðinu.