Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2016 10:51

Snæfell tapaði eftir framlengingu

Snæfell og Haukar mættust í gær í þriðja leik úrslitaviðureignarinnar um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik. Leikið var í Hafnarfirði. Liðin höfðu unnið sinn heimaleikinn hvort og staðan í einvíginu því jöfn, 1-1. Helena Sverrisdóttir, sem líklega er besta körfuknattleikskona landsins, sneri aftur í lið Hauka eftir að hafa hvílt í síðasta leik sökum meiðsla og munaði heldur betur um minna. Hún leiddi Hauka til sigurs eftir framlengingu, 82-74.

 

Haukar byrjuðu betur í leiknum á fimmtudag en Snæfellskonur tóku fljótlega við sér, komust yfir með góðum kafla og leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann. Bæði lið léku sterka vörn framan af öðrum fjórðungi og lítið var skorað. Þegar nær dró hálfleik náðu Snæfellskonur að bæta fimm stigum við forskot sittu og leiddu með 34 stigum gegn 26 í leikhléinu.

 

Til að reyna að brjóta upp leik gestanna breyttu Haukar um varnarskipulag í byrjun síðari hálfleiks. Snæfellskonur þökkuðu pent og settu fjóra þrista yfir svæðisvörn heimakvenna. Haukakonur fóru aftur í maður á mann og léku betur eftir það. Með góðum kafla náðu þær að jafna metin fyrir lokafjórðunginn. Síðasti leikhlutinn var kaflaskiptur, Snæfell náði tíu stiga forystu áður en Haukar tóku sína rispu og jöfnuðu. Á lokamínútu leiksins komust Snæfellskonur tveimur stigum yfir en töpuðu boltanum þegar tíu sekúndur voru á klukkunni. Haukar þeystu í skyndisókn, jöfnuðu í 69-69 og grípa þurfti til framlengingar.

 

Heimalið var sterkara í framlengingunni, skoruðu fyrstu tvær körfurnar og Snæfellskonur áttu erfitt uppdráttar. Fór svo að lokum að Haukar sigruðu, 82-74 og leiða því úrslitaeinvígið með tveimur sigrum gegn einum.

 

Haiden Palmer var atkvæðamest Snæfellskvenna með 33 stig, 15 fráköst, fimm stoðsendingar og fimm stolna bolta. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig og gaf sjö stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 12 stig og átta fráköst og Berglind Gunnarsdóttir tíu stig og níu fráköst.

 

Hinum megin var það Helena Sverrisdóttir sem bar Haukaliðið á herðum sér. Hún skoraði hvorki fleiri né færri en 45 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar.

 

Liðin mætast næst í Stykkishólmi sunnudaginn 24. apríl næstkomandi. Þar verða Snæfellskonur að sigra til að knýja fram oddaleik í úrslitaeinvíginu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is