Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2016 11:28

Eins stigs tap eftir æsispennandi leik

Sem kunnugt er eigast við Skallagrímur og Fjölnir í úrslitaviðureign 1. deildar karla í körfuknattleik. Liðin höfðu hvort um sig unnið einn sigur þegar þau mættust í mögnuðum leik í Grafarvogi á miðvikudagskvöld. Leikurinn var mjög jafn, liðin skiptust samtals 18 sinnum á forystunni og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Fjölnir sigraði með einu stigi, 102-101.

 

Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið vildu spila hratt. Skallagrímsmenn höfðu heldur yfirhöndina í fyrsta leikhluta og leiddu með þremur stigum að honum loknum. Heimamenn jöfnuðu snemma í öðrum fjórðungi og leikurinn var í járnum. Þeir leiddu með einu stigi í hálfleik, 47-46 og mikil spenna í loftinu.

 

Eftir hléið var áfram jafnt á með liðunum og spennustigið hækkaði enn frekar. Liðin skiptust á að leiða þar til undir lok þriðja leikhluta að Fjölnir náði góðum spretti og tíu stiga forystu. En Borgnesingar voru hvergi af baki dottnir. Með mikilli baráttu náðu þeir að jafna og komast yfir þegar tæpar tvær mínútur lifðu leiks. Fjölnir minnkaði muninn í eitt stig með 21 sekúndu á klukkunni. Skallagrímsmenn brenndu af tveimur vítaskotum í næstu sókn og Fjölnir fékk tækifæri til að komast yfir. Collin Pryor fékk boltann við endalínuna og setti niður tvö stig. Skallagrímsmenn stilltu upp í úrslitaskot fyrir Sigtrygg Arnar Björnsson en niður vildi boltinn ekki. Fjölnir sigraði því með einu stigi, 102-101 og tók forystu í viðureign liðanna.

 

Sigtryggur Arnar skoraði 26 stig fyrir Skallagrím, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. J.R. Cadot skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar.

 

Liðin mætast í Borgarnesi annað kvöld, laugardaginn 23. apríl. Skallagrímur þarf á sigri að halda til að knýja fram oddaleik í úrslitaviðureigninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is