Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2016 05:16

Söngvarakeppni í Grunnskóla Borgarness

Síðastliðinn þriðjudag fór fram söngvarakeppni fyrir nemendur í 4. – 7. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi. Keppnin var glæsileg í alla staði og fjölmargir áhorfendur mættu. Ellefu lög voru flutt í keppninni. Flytjendur stóðu sig ljómandi vel og voru greinilega búnir að leggja töluverða vinnu í æfingar. Sigurvegari í ár varð Signý María Völundardóttir í 6. bekk. Hún söng lagið Heim, sem Alda Dís Arnardóttir gerði frægt, en Signý María flutti lagið án undirleiks. Í öðru sæti voru Eydís Alma Kristjánsdóttir í 6. bekk og Edda María Jónsdóttir í 5. bekk. Þær fluttu lagið Ást. Edda söng og Eydís lék undir á píanó. Í þriðja sæti voru Atli Freyr Ómarsson og Birgir Benediktsson í 4. bekk. Þeir fluttu lagið Ég man það svo vel, lag Friðriks Dórs, við gítarundirleik Benedikts pabba Birgis. Dómnefnd skipuðu Birna Þorsteinsdóttir tónlistarkennari, Rúnar Gíslason menntaskólanemi og Bára Sara Guðfinnsdóttir grunnskólanemi.

Tæknistjórn var í höndum Hlyns Halldórssonar í 10. bekk, Axels Arnar Bergssonar og Sigurðar Þorsteinssonar í 9. bekk. Kynnar kvöldsins voru Snæþór Bjarki Jónsson og Alexander Gísli Hlynsson í 10. bekk. Keppnin var samstarfsverkefni UMSB og skólans.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is