Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2016 08:01

Hertar reglur um skráningu umráðamanns hrossa

Bætt hefur verið nýrri skráningu í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, en það er skráning á umráðamanni hvers hests. „Samkvæmt nýlegum reglum Evrópusambandsins um hestahald og vegna þess að WorldFengur virkar sem rafrænt hestavegabréf hér að landi, er nauðsynlegt að taka upp skráningu á umráðamanni hrossa. Umráðamaður hestsins er alltaf einn aðili og er í raun umsjónarmaður hestsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Umráðamaður er í flestum tilvikum sami aðili og skráður eigandi en vegna eftirfarandi þátta þarf að skerpa á nokkrum atriðum:

• Ef margir eru skráðir eigendur þá þurfa eigendur að senda inn tilkynningu um skráningu á einum umráðamanni (Enginn er skráður umráðamaður hrossa í eigu fleiri en eins aðila fyrr en eigendur hafa sent inn tilkynningu, eða skráð í heimarétt, hver sé umráðamaður hrossins).

• Ef skráður eigandi er undir lögaldri – Þá þarf einnig að senda inn tilkynningu um skráningu á umráðamanni.

• Ef eigandi er ekki staðsettur í sama landi og hrossið – t.d. útlendingar sem eiga hross hér á landi.

Þá tekur Matvælastofnun fram að ef um eigendaskipti er að ræða á hestinum, verður hinn nýi eigandi sjálfkrafa skráður umráðamaður ef atriðin að ofan eiga ekki við.

 

Þá verður það á ábyrgð umráðamanns að skila inn skýrsluhaldsupplýsingum á hverju hausti. Í því felst að skrá eða bera ábyrgð á skráningu um afdrif hrossa, fyljun og folaldaskráningu þeirra hrossa sem umráðamaður hefur umráð yfir. Jafnframt verður gert auðveldara að skila inn haustskýrslu til Matvælastofnunar í gegnum heimarétt WorldFengs og verður það á ábyrgð umráðamanns. Með þessu móti er reynt að tryggja að gerð sé rétt grein fyrir öllum hrossum í landinu við búfjáreftirlit í samræmi við lög um búfjárhald.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is