Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2016 08:01

Hertar reglur um skráningu umráðamanns hrossa

Bætt hefur verið nýrri skráningu í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, en það er skráning á umráðamanni hvers hests. „Samkvæmt nýlegum reglum Evrópusambandsins um hestahald og vegna þess að WorldFengur virkar sem rafrænt hestavegabréf hér að landi, er nauðsynlegt að taka upp skráningu á umráðamanni hrossa. Umráðamaður hestsins er alltaf einn aðili og er í raun umsjónarmaður hestsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Umráðamaður er í flestum tilvikum sami aðili og skráður eigandi en vegna eftirfarandi þátta þarf að skerpa á nokkrum atriðum:

• Ef margir eru skráðir eigendur þá þurfa eigendur að senda inn tilkynningu um skráningu á einum umráðamanni (Enginn er skráður umráðamaður hrossa í eigu fleiri en eins aðila fyrr en eigendur hafa sent inn tilkynningu, eða skráð í heimarétt, hver sé umráðamaður hrossins).

• Ef skráður eigandi er undir lögaldri – Þá þarf einnig að senda inn tilkynningu um skráningu á umráðamanni.

• Ef eigandi er ekki staðsettur í sama landi og hrossið – t.d. útlendingar sem eiga hross hér á landi.

Þá tekur Matvælastofnun fram að ef um eigendaskipti er að ræða á hestinum, verður hinn nýi eigandi sjálfkrafa skráður umráðamaður ef atriðin að ofan eiga ekki við.

 

Þá verður það á ábyrgð umráðamanns að skila inn skýrsluhaldsupplýsingum á hverju hausti. Í því felst að skrá eða bera ábyrgð á skráningu um afdrif hrossa, fyljun og folaldaskráningu þeirra hrossa sem umráðamaður hefur umráð yfir. Jafnframt verður gert auðveldara að skila inn haustskýrslu til Matvælastofnunar í gegnum heimarétt WorldFengs og verður það á ábyrgð umráðamanns. Með þessu móti er reynt að tryggja að gerð sé rétt grein fyrir öllum hrossum í landinu við búfjáreftirlit í samræmi við lög um búfjárhald.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is