Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2016 12:02

Snæfellskonur tryggðu sér oddaleik

Í gær tók Snæfell á móti Haukum í fjórða leik úrslitaviðureignarinnar um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik. Fyrir þann leik höfðu Haukar tvo sigra gegn einum og hefðu með sigri í Hólminum getað tryggt sér titilinn. Heimavöllurinn reyndist Snæfellskonum hins vegar vel. Þær sigruðu örugglega, 75-55 og ljóst að grípa verður til oddaleiks um Íslandsmeistaratitilinn.

 

Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur Snæfellskvenna afburðagóður frá fyrstu mínútu. Þær byrjuðu betur og gestirnir úr Hafnarfirði komust lítt áleiðis. Haukar náðu þó að jafna metin snemma annars leikhluta en eftir það tóku Snæfellskonur góðan sprett og náðu forystunni á nýjan leik. Þær leiddu í hálfleik með 30 stigum gegn 24.

 

Eftir hléið fór fljótlega að bera á smá þreytu meðal leikmönnum beggja liða, enda spilað þétt í úrslitakeppninni. Snæfellskonur voru þó sterkari, juku forskot sitt í ellefu stig fyrir lokafjórðunginn og róðurinn orðinn þungur fyrir gestina. Haukar mættu með svæðisvörn í fjórða leikhluta og slógu Snæfellskonur lítillega út af laginu. Þær voru þó ekki lengi að finna fjölina sína á ný og forskotið var aldrei í hættu. Áður en lokaflautan gall höfðu þær aukið muninn í 20 stig og tryggðu sér öruggan sigur, 75-55.

 

Haiden Palmer átti stórleik fyrir Snæfell, skoraði 35 af 75 stigum liðsins. Auk þess gaf hún sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir kom henni næst með tólf stig og ellefu fráköst og Berglind Gunnarsdóttir skoraði ellefu stig.

 

Með sigrinum náðu tvöfaldir Íslandsmeistarar Snæfells sem fyrr segir að knýja fram oddaleik í viðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann fer fram í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is