Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2016 12:13

Reynir enn við lágmörk fyrir stórmót ársins

Sundkonan knáa frá Akranesi, Inga Elín Cryer, keppti á Íslandsmótinu í 50m laug um síðustu helgi. Þar var hún að reyna að ná lágmörkum inná EM 50 sem verður haldið í London um miðjan maí. Því markmiði náði hún hins vegar ekki í þetta sinn. Hun keppti í 100m flugsundi og varð í þriðja sæti þar, í 200m flugsundi vaŕð hún í fyrsta sæti og Íslandsmeistari. Í 200m skriðsundi varð hún í þriðja sæti en einungis munaði 5/100 á að hún næði öðru sætinu. Loks keppti hún í boðsundssveitum með Ægi og unnu stúlkurnar þrjú gull í þeim greinum. Sem sagt tvö brons og fjögur gull varð uppkera helgarinnar.

 

Inga Elín hefur verið að færa sig í styttri vegalengdum en hér áður fyrr var hún að synda 400m/800m skriðsund. Hún ákvað að leggja meiri áheyrslu á 200m skrið og100m/200m flugsund. Árangur Ingu Elínar er góður miðað við að hún er nú að stíga uppúr erfiðum ökklameiðslum en hún tognaði illa á þrekæfingu í febrúar. Nú verða æfingarnar settar á annað stig en hún hefur tíma til 4. júlí nk. til að ná lágmörkum inn á Ólympíleikana. Mun hún verða að sækja sundmót erlendis til freista þess að ná þeim.

 

Foreldrar Ingu Elínar leita eftir styrktaraðilum sem vilja styrkja hana í þessari baráttu. „Ef einhver hefur áhuga þá endilega hafið samband við okkur á e-maili: jgi@simnet.is  og silkar@simnet.is,“ segir í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is