Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2016 12:13

Reynir enn við lágmörk fyrir stórmót ársins

Sundkonan knáa frá Akranesi, Inga Elín Cryer, keppti á Íslandsmótinu í 50m laug um síðustu helgi. Þar var hún að reyna að ná lágmörkum inná EM 50 sem verður haldið í London um miðjan maí. Því markmiði náði hún hins vegar ekki í þetta sinn. Hun keppti í 100m flugsundi og varð í þriðja sæti þar, í 200m flugsundi vaŕð hún í fyrsta sæti og Íslandsmeistari. Í 200m skriðsundi varð hún í þriðja sæti en einungis munaði 5/100 á að hún næði öðru sætinu. Loks keppti hún í boðsundssveitum með Ægi og unnu stúlkurnar þrjú gull í þeim greinum. Sem sagt tvö brons og fjögur gull varð uppkera helgarinnar.

 

Inga Elín hefur verið að færa sig í styttri vegalengdum en hér áður fyrr var hún að synda 400m/800m skriðsund. Hún ákvað að leggja meiri áheyrslu á 200m skrið og100m/200m flugsund. Árangur Ingu Elínar er góður miðað við að hún er nú að stíga uppúr erfiðum ökklameiðslum en hún tognaði illa á þrekæfingu í febrúar. Nú verða æfingarnar settar á annað stig en hún hefur tíma til 4. júlí nk. til að ná lágmörkum inn á Ólympíleikana. Mun hún verða að sækja sundmót erlendis til freista þess að ná þeim.

 

Foreldrar Ingu Elínar leita eftir styrktaraðilum sem vilja styrkja hana í þessari baráttu. „Ef einhver hefur áhuga þá endilega hafið samband við okkur á e-maili: jgi@simnet.is  og silkar@simnet.is,“ segir í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is