25. apríl. 2016 12:13
Sundkonan knáa frá Akranesi, Inga Elín Cryer, keppti á Íslandsmótinu í 50m laug um síðustu helgi. Þar var hún að reyna að ná lágmörkum inná EM 50 sem verður haldið í London um miðjan maí. Því markmiði náði hún hins vegar ekki í þetta sinn. Hun keppti í 100m flugsundi og varð í þriðja sæti þar, í 200m flugsundi vaŕð hún í fyrsta sæti og Íslandsmeistari. Í 200m skriðsundi varð hún í þriðja sæti en einungis munaði 5/100 á að hún næði öðru sætinu. Loks keppti hún í boðsundssveitum með Ægi og unnu stúlkurnar þrjú gull í þeim greinum. Sem sagt tvö brons og fjögur gull varð uppkera helgarinnar.
Inga Elín hefur verið að færa sig í styttri vegalengdum en hér áður fyrr var hún að synda 400m/800m skriðsund. Hún ákvað að leggja meiri áheyrslu á 200m skrið og100m/200m flugsund. Árangur Ingu Elínar er góður miðað við að hún er nú að stíga uppúr erfiðum ökklameiðslum en hún tognaði illa á þrekæfingu í febrúar. Nú verða æfingarnar settar á annað stig en hún hefur tíma til 4. júlí nk. til að ná lágmörkum inn á Ólympíleikana. Mun hún verða að sækja sundmót erlendis til freista þess að ná þeim.