Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2016 04:21

Ágúst Júlíusson Íslandsmeistari í 50m flugsundi

Um helgina var haldið Íslandsmeistaramót í sundi í 50m laug. Mótið fór fram í Laugardalslaug í Reykjavík. Tíu sundmenn frá Sundfélagi Akraness höfðu tryggt sér lágmörk og tóku þátt í mótinu. Sundfélagið eignaðist einn Íslandsmeistara. Íþróttamaður Akraness frá því í fyrra, Ágúst Júlíusson, sigraði í æsispennandi viðureign í 50m flugsundi þar sem hann varð 6/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Ekki var spennan minni í úrslitum í 100m flugsundi þar sem hann varð í öðru sæti en 1/100 hluti úr sekúndu skildi að Ágúst og þann sem varð í fyrsta sæti.

 

Þá varð Sævar Berg Sigurðsson annar í 200m bringusundi auk þess sem hann hafnaði í þriðja sæti í 50m bringusundi og í fjórða sæti í 100m bringusundi.

 

Aðrir sem syntu til úrslita voru Atli Vikar Ingimundarson sem varð fjórði í 100m flugsundi auk þess sem hann varð fimmti í 50m flugsundi. Una Lára Lárusdóttir keppti í til úrslita í 200m baksundi þar sem hún varð í fimmta sæti. Una Lára keppti jafnframt í 50m skriðsundi þar sem hún hafnaði í áttunda sæti.

Aðrir sem tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu í ár af hálfu Sundfélags Akraness voru: Ásgerður Jing Laufeyjardóttir, Brynhildur Traustadóttir, Erlend Magnússon, Eyrún Sigþórsdóttir, Sindri Andreas Bjarnason og Sólrún Sigþórsdóttir. Öll voru þau félagi sínu til sóma; alls setti sundfólkið frá Akranesi þrjátíu persónuleg met.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is