Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2016 09:01

Ferðasaga nemenda í Grunnskóla Borgarness til Spánar

Aðfararnótt laugardagsins 2. apríl þá lögðum við fjórir nemendur úr Grunnskólanum í Borgarnesi af stað til Spánar ásamt tveimur kennurum, þeim Helgu Stefaníu og Kristínu Maríu (Systu). Fyrst lá leiðin til Barcelona og vorum við lent þar snemma morguns. Þar sem við áttum ekki flug til Jerez de la Frontera fyrr en um kvöldið eyddum við deginum í Barcelona og vorum svo heppin á fá leiðsögn íslensks manns sem býr þar og spænskrar konu hans.  Þegar við komum til Jerez um kvöldið tóku nýju fjölskyldurnar á móti okkur á flugvellinum. Við vorum öll hjá sitt hvorri fjölskyldunni og öll hæstánægð með okkar fjölskyldur.

Á morgnana mættum við í skólann með okkar gestgjöfum og tókum þátt í prógrammi sem var búið að skipuleggja þar fyrir okkur. Verkefnið snýst um vatn (Water around us) og gengur út að að vinna með vatn og skoða allt sem tengist vatni. Einnig gengur verkefnið út á það að kynnast krökkum frá mismunandi löndum en þarna voru krakkar frá Spáni, Íslandi, Lettlandi, Þýskalandi, Finnlandi og Portúgal.

Allir krakkarnir voru búnir að undirbúa tilraunir sem tengdust vatni sem sýndu síðan öllum hópnum. Tilraunirnar að þessu sinni voru um þéttingu vatns. Við fengum líka að kíkja í tíma með okkar krökkum en þeir voru allt öðruvísi en við eigum að venjast enda vel yfir 20 krakkar í hverjum bekk.

 

Einn daginn fórum við öll saman á stöndina og við Íslendingarnir vorum þeir einu sem þorðu að fara í sjóinn. Bjarni fékk svo krampa þegar við vorum lengst úti á sjó og þurftu Erla og Íris að styðja við hann í land á meðan þær reyndu að halda niður í sér hlátrinum en það fór allt vel sem betur fer.

 

Einn daginn var farið til Sevilla sem er stærsta borg í Andalusiu, þar var gengið um fallega garða og byggingar skoðaðar, m.a. stór og mikil dómkirkja þar sem við gengum upp í turninn 39 hæðir og þaðan var mjög flott útsýni yfir borgina. Einnig skoðuðum við Plaza de Espania, fallegt torg sem var byggt fyrir heimssýninguna 1929.

Einn morguninn keyrðum við lengst upp í fjöllin, í þjóðgarð sem heitir Grazalema og löbbuðum fimm kílómetra leið meðfram á, milli tveggja bæja í fjallshlíðinni. Útsýnið og fegurðin var engu lík á þessarri leið og ekki skemmdi að sólin skein glatt. Spænska fjallaloftið fór vel í okkur Íslendingana og sváfum við vært allar næturnar þrátt fyrir mismikinn bruna.

 

Kveðjustundin var virkilega hjartnæm en það er ótúlegt hvað það geta myndast sterk tengsl á einni viku. Minnisstæðast var þó þegar Erla og Íris grétu vegna þess hve erfitt var að kveðja og Bjarni hló að þeim á þessarri sorgarstundu. Heimleiðin gekk heldur brösulega en hún byrjaði með því að taka þurfti allt upp úr töskunni hennar Írisar í leit að vegabréfinu hennar. Því næst gleymdi Snæþór öllum handfarangrinum sínum í strætó á milli flugvalla í Barselónu. Þrátt fyrir mikið stress skorti samt aldrei húmorinn en taskan fannst svo við gátum andað léttar.

Upplifun okkar af þessari ferð var algjörlega frábær í alla staði og eigum við aldrei eftir að gleyma öllum góðu minningunum sem við eigum úr þessarri ferð.

 

Erasmus+ verkefnið “Water around us“ er samstarfsverkefni sjö skóla frá sex löndum. Verkefnið stendur í þrjú ár og lýkur vorið 2017. Skólarnir sem taka þátt í verkefninu eru auk Grunnskólans í Borgarnesi; Lauritsalan koulu - Secondary school in Lappeenranta í Finnlandi, Mittelschule "Holderhecke í Bergrheinfeld og "Balthasar-Neumann" Mittelschule í Wernek, báðir þessir skólar í Þýskalandi, Rujiena Secondary School í Rujiena Lettlandi, Escola Secundária de Valongo í Portugal og I.E.S. LA GRANJA í Jerez de la Frontera á Spáni. Faglegur stjórnandi verkefnisins er Isabel Castro frá Portgal.

 

Bjarni Freyr Gunnarsson

Erla Ágústsdóttir

Íris Líf Stefánsdóttir

Snæþór Bjarki Jónsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is