26. apríl. 2016 10:16
Staða skólastjóra Grunnskóla Stykkishólms var nýverið auglýst til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 14. apríl síðastliðinn. Alls sóttu fjórir um stöðuna; Berglind Axelsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Stykkishólms, Dorota Feria Escobedo vörustjóri, Drífa Lind Harðardóttir umsjónarkennari hjá Hjallastefnu í Vífilstaðaskóla og Svandís Egilsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar eystra. Starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins Attentus-Mannauður og ráðgjöf hafa veitt aðstoð vegna undirbúnings og munu leggja fram mat um hæfni umsækjenda. Að loknum viðtölum við umsækjendur og að fengnu mati ráðgjafanna verður lög fram tillaga en bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar tekur endanlega ákvörðun um ráðningu í stöðuna.