26. apríl. 2016 01:41
Sumardagurinn fyrsti var með ágætasta móti í Grundarfirði en veður var nokkuð ljúft þrátt fyrir smá kulda. Sögumiðstöðin var með tvær sýningar á Svartahnjúk, stríðssögu úr Eyrarsveit og svo var Sögustofan með opið hús þar sem Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir tóku á móti gestum. Þar var einnig boðið uppá brúðuleikhús sem féll vel í kramið hjá yngri kynslóðinni.