Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2016 02:20

Freyjukór og Söngbræður saman með tónleika

Freyjukórinn í Borgarfirði og Karlakórinn Söngbræður halda sameiginlega tónleika í Reykholtskirkju laugardaginn 30. apríl kl. 16:00. Á dagskránni eru skemmtileg lög úr ýmsum áttum bæði klassísk kóralög og sígild dægurlög. Kórarnir munu fyrst syngja í sitt hvoru lagi, en taka að lokum nokkur sameiginleg lög.

 

Freyjukórinn í Borgarfirði var formlega stofnaður haustið 1990. Fyrsti stjórnandi kórsins var Bjarni Guðráðsson organist og bóndi í Nesi í Reykholtsdal.  Árið 1998 tók Zsuzsanna Budai, tónlistarkennari við stjórn kórsins og hefur stjórnað honum síðan. Freyjukórinn hefur staðið fyrir margs konar uppákomum í gegnum tíðina í samstarfi við aðra listamenn innan héraðs og utan, boðið kórum til samstarfs um tónleikahald og þegið boð frá öðrum kórum svo fjölbreytnin sé sem mest. “Syngjandi konur á Vesturlandi” er viðburður sem Freyjukórinn hefur staðið fyrir og konur alls staðar af Vesturlandi hafa sótt vel.  Þessi viðburður hefur verið haldinn í samstarfi við Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu.  Kórinn hefur haldið tónleika erlendis m.a. í Ungverjalandi og Ítalíu og næsta vor er svo stefnan tekin á Írland og er mikil tilhlökkun komin í hópinn. Kórinn er styrkþegi Uppbyggingarsjóðs Vesturlands.

 

Karlakórinn Söngbræður var stofnaður 1978 og var fyrsti stjórnandi hans Sigurður Guðmundsson organist og bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Síðar voru þeir Jacek Tosik Warsawiak og Pavel Manasek stjórnendur, en hin síðari ár hefur Viðar Guðmundsson haldið um tónsprotann. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika hér á landi í gegnum tíðina og hefur sungið í Póllandi, Tékklandi, Austurríki og Írlandi. Kórinn hefur hlotið styrki frá Menningarsjóði Vesturland og nú Uppbyggingarsjóði Vesturlands og frá Menningarsjóði Borgarbyggðar, en jafnframt var honum veitt viðurkenning frá Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Efnisskrá kórsins hefur löngum einkennst af léttri tónlist, en kórinn hefur flutt hefðbundin karlakórslög auk sígildra dægurlaga. Ef eitthvað er þá verður tónlistarflutningur kórsins alltaf fjörugri, sem vonandi hefur, að minnsta kosti fyrir suma, meira skemmtanagildi. Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

-fréttatilkynning 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is