27. apríl. 2016 10:01
Verktakafyrirtækið Þróttur ehf. fagnar 70 ára afmæli sínu mánudaginn 2. maí næstkomandi. Fyrirtækið var stofnað þann dag árið 1946 af Þorsteini Stefánssyni, Steina á Ósi, og hefur alla tíð verið fjölskyldufyrirtæki. Oddur Sigurðsson mágur Þorsteins var meðeigandi á þriðjungs hlut frá 1954 til 1978. Nú eiga og reka Þrótt hjónin Olga Magnúsdóttir og Helgi Þorsteinsson, sonur Steina á Ósi. Helgi er framkvæmdastjóri Þróttar en Olga sér um fjármálahliðina. Synirnir Magnús Þórður, Fannar Freyr, Ómar Örn og Þorsteinn eru allir hluthafar og Fannar og Þorsteinn starfa báðir hjá fyrirtækinu í dag. Ómar vinnur hjá Íslandsbanka og Magnús hjá hinum virta fjárfestingabanka Goldman Sachs í New York. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Þrótt að morgni síðasta miðvikudags og ræddi við Helga, Olgu og Fannar um fyrirtækið og sögu þess.
Sjá opnufrásögn og myndi í Skessuhorni sem kom út í dag.