Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2016 09:29

Snæfellskonur eru Íslandsmeistarar!

Snæfell mætti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik á Ásvöllum fyrr í kvöld. Eftir að hvort liðið hafði unnið sinn heimaleikinn hvort var komið að leikmönnum Snæfells að binda endi á þann ganga mála í úrslitaeinvíginu. Þær sigruðu oddaleikinn á Ásvöllum með 59 stigum gegn 67 og tryggðu sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það er því ljóst að Snæfellskonur eru besta körfuknattleiklið landsins, Íslands- og bikarmeistarar 2016.

 

Þröngt var á þingi á pöllunum og mikil stemning meðal áhorfenda, en alls lögðu um 1680 manns leið sína á Ásvelli. Hólmarar fjölmenntu, tvær rútur óku frá Stykkishólmi, fullar af fólki og þá eru ótaldir allir þeir sem ferðuðust með öðrum hætti.

 

Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og jafnt á öllum tölum. Með góðri körfu utan línunnar náðu Snæfellskonur þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Þær áttu svo góðan kafla um miðjan annan fjórðung sem skilaði tíu stiga forskoti í hálfleik.

 

Haukakonur gerðu hvað þær gátu til að spyrna við fótum eftir hléið en það reyndist þrautin þyngri. Þær náðu aðeins að skafa þrjú stig af forskoti Snæfellskvenna fyrir lokaleikhlutann. Með tveimur mögnuðum körfum frá Helenu Sverrisdóttur náðu Haukar að minnka muninn í fjögur stig þegar aðeins mínúta lifði leiks. Sá sprettur kom hins vegar of seint. Berglind Gunnarsdóttir skoraði mikilvæga körfu af miklu harðfylgi og fékk vítaskot að auki þegar hálf mínúta lifði leiks. Snæfellskonur kláruðu leikinn að lokum með átta stigum, 59-67.

 

Haiden Palmer var að leik loknum valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Í leiknum í kvöld gerði hún 21 stig og tók 12 fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 14 stig og 9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir með 12 stig og Berglind Gunnarsdóttir með 11.

Helena Sverrisdóttir skoraði 26 stig fyrir Hauka og reif niður 17 fráköst.

 

Skessuhorn óskar Snæfellskonum, aðstandendum liðsins og Hólmurum öllum innilega til hamingju með þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð, hreint magnað afrek.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is