Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2016 09:50

Skallagrímsmenn eru á leið í Domino‘s deildina

Í kvöld mættust Skallagrímur og Fjölnir í oddaleik um laust sæti í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á næsta tímabili. Leikið var í Dalhúsum í Grafarvogi. Eftir æsispennandi úrslitarimmu var allt undir í kvöld og voru það Skallagrímsmenn sem höfðu betur og sigruðu, 75-91. Það er því ljóst að Borgnesingar munu að nýju leika í deild þeirra bestu á næsta keppnistímabili.

 

Bæði lið mættu ákveðin til leiks og skiptust á að leiða framan af fyrsta leikhluta. Það var því við hæfi að við lok hans væri staðan jöfn, 19-19. Áfram var jafnræði með liðunum, leikurinn í járnum og mjög spennandi til loka fyrrihálfleiks, en þá leiddu heimamenn í Fjölni með aðeins einu stigi, 41-40.

 

Skallagrímsmenn skoruðu fyrstu stigin eftir hlé en Fjölnir náði forskotinu á nýjan leik skömmu síðar. Borgnesingar jöfnuðu en Fjölnir náði aftur eins stigs forystu fyrir lokafjórðunginn og andrúmsloftið orðið rafmagnað í Dalhúsum. Fjölnir hélt forystunni þar til Borgnesingar komust einu stigi yfir þegar aðeins fjórar mínútur lifðu leiks. Upphófst þá frábær lokakafli Skallagrímsmanna sem gersamlega stungu heimaliðið af og tryggðu sér á ótrúlegan hátt 16 stiga sigur, 91-76 og þar með sæti í Domino‘s deildinni á næsta ári.

 

J.R. Cadot setti upp tröllatvennu í oddaleiknum. Hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Kristófer Gíslason var hins vegar stigahæstur Skallagrímsmanna með 24 stig, en hann tók auk þess 6 fráköst. Sigtryggur Arnar Björnsson var með 14 stig og reynsluboltinn Hafþór Ingi Gunnarsson með 11 stig og 6 fráköst.

 

Skessuhorn óskar Skallagrímsmönnum innilega til hamingju með árangurinn!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is