Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2016 11:01

Beint frá býli hélt aðalfund sinn á Hraunsnefi

Aðalfundur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila, fór fram 16. apríl síðastliðinn að Hraunsnefi í Norðurárdal. Í upphafi fundar flutti Elfa Björk Sævarsdóttir frá Rauðabergi á Mýrum stutt erindi um hugmynd sem gengur út á að veita faglega aðstoð við uppsetningu á gæðakerfi í heimavinnslum. Elfa er matvælafræðingur að mennt og hefur unnið hjá Actavis síðustu 18 ár við gæðastjórnun. Guðmundur Jón Guðmundsson, fráfarandi formaður stjórnar Beint frá býli stiklaði á stóru um starfsemi félagsins síðasta árið. Þá tilkynnti hann að hann myndi láta af störfum í stjórn á þessum fundi, þar sem lög félagsins heimila aðeins sex ára stanslausa setu í stjórn.

 

 

Afkoma félagsins var lítið eitt verri en undanfarin ár, er það skýrist einkum af lækkun á styrkjum til félagsins. Félagið hefur kostað miklum fjármunum á síðustu tveimur árum í rekstur erinda vegna samskipta við MAST. Kosið var í stjórn og þar sem Guðmundur Jón Guðmundsson, hefur lokið sínum tveimur kjörtímabilum, var kosinn nýr í stjórn til þriggja ára og hlaut Þorgrímur Einar Guðbjartsson einróma kosningu.

Tvær bókanir voru samþykktar á fundinum upp bornar af Matthíasi Lýðssyni frá Húsavík á Ströndum: „Aðalfundur Beint frá býli þakkar íslenskum neytendum frábærar móttökur á vörum félagsmanna Beint frá býli á undanförnum árum. Með ykkar stuðningi getum við félagar í BFB haldið áfram að framleiða hágæða vörur úr íslensku hráefni.“

Í annarri ályktun félagsins er skorað á Alþingi að margfalda framlög til byggðamála m.a. til að bæta samgöngur hvort heldur er á vegum eða á netinu. „Með því virkjum við kraft, kjark og hugmyndaauðgi íbúa landsbyggðarinnar til virðisauka fyrir alla Íslendinga.“ Voru báðar þssar tillögur einróma samþykktar.

Í fundarlok voru Guðmundi Jóni Guðmundssyni færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið allt frá stofnun þess og óskaði fundurinn honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann nú tekur sér fyrir hendur. Á stjórnarfundi Beint frá býli sem haldinn var strax að afloknum aðalfundi, skipti stjórn með sér verkum. Formaður er Þorgrímur Einar, ritari Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir og gjaldkeri Hanna Kjartansdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is