Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2016 06:01

Afmælishátíð Tónlistarfélags Borgarfjarðar framundan

Tónlistarfélag Borgarfjarðar fagnar fimmtíu ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni hefur verið efnt til tónlistarhátíðar í Borgarnesi fimmtudaginn 5. maí næstkomandi. „Það verða haldnir ýmsir smátónleikar, eða örtónleikar, á klukkustundarfresti allan daginn. Tónleikarnir verða haldnir víðsvegar um bæinn, svo sem í kirkjunni, húsnæði tónlistarskólans, hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð, Safnahúsi Borgarfjarðar og Landnámssetri,“ segir Jónína Eiríksdóttir í samtali við Skessuhorn. Alls verða haldnir tíu mismundandi tónleikar og byrja þeir á heila tímanum frá klukkan 11 fyrir hádegi til klukkan 20 um kvöldið. Tónleikarnir verða allir um 40 mínútna langir. Að sögn Jónínu verða flytjendur af ýmsum toga en eiga það þó sameiginlegt að vera Borgfirðingar. „Þetta verða héraðsmenn sem fram koma. Tónlistarskólinn mun til dæmis flytja kveðju til félagsins, enda var það fyrsta verk þess að stofna tónlistarskólann 1967.“ Þá koma bæði fram ungir og eldri tónlistarmenn og kórarnir, Söngbræður, Freyjukórinn og Gleðigjafar, kór eldri borgara í Borgarnesi og nærsveitum.

 

„Borgarneskirkja leikur stórt hlutverk á þessum degi, uppstigningardagur er svokallaður kirkjudagur hennar og fer vel á því. Hún hefur um árabil fóstrað starf félagsins ásamt Reykholtskirkju og auk fleiri viðburða í henni flytja Reykholtskórinn og kór Borgarneskirkju Þýska messu eftir Schubert við guðsþjónustu kl. 14.

 

Ítarlega er rætt við Jónínu í Skessuhorni vikunnar um starf tónlistarfélagsins, tónleikana framundan og framtíð félagsins, sem stendur á tímamótum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is