Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2016 01:04

Framkvæmdir hafnar við stórhýsi í miðbæ Borgarness

Í gær var fyrsta skóflustungan tekin að stórhýsi sem reisa á við Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi, beint á móti verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi. Fyrirtæki  Snorra Hjaltasonar byggingameistara, Hús og lóðir ehf., heldur utan um framkvæmdina en SÓ Húsbyggingar verður framkvæmdaraðili og mun sjá um samskipti við undirverktaka. Að sögn Jóhannesar Freys Stefánssonar framkvæmdastjóra SÓ Húsbygginga verður þetta stærsta verkefni fyrirtækisins frá upphafi, ef undan er skilin bygging Reykholtskirkju og Snorrastofu sem tók að vísu 12 ár. Um tvö sambyggð hús verður að ræða í miðbæ Borgarness. Annars vegar sjö hæða blokk með 28 íbúðum auk þjónustukjarna á jarðhæð, en hins vegar fimm hæða, 85 herbergja fjögurra stjörnu hótel. Bílakjallari verður undir öðru húsinu. Byggingarnar verða alls 8-9 þúsund fermetrar og áætlað að verkið kosti um tvo milljarða króna. Húsin verða reist úr forsteyptum einingum og hafa samningar náðst við Smellinn á Akranesi um framleiðslu þeirra. Fjölmargir undirverktakar koma auk þess við sögu. Alls mun verktíminn verða 18 mánuðir en hótelhlutinn á að verða tilbúinn fyrr, eða eftir rúmt ár. „Hótelið verður tilbúið fyrsta föstudag í júní árið 2017, klukkan 15:30,“ eins og Snorri Hjaltason verktaki hafði á orði þegar skóflustungan var tekin.

 

Nánar verður fjallað um verkefnið í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is