Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2016 01:36

Björgunarlykkjur settar upp á níu stöðum á Vesturlandi

Talið er að auka meg öryggi ferðafólks mikið með uppsetningu og kynningu björgunarlykkju, svokölluðu Björgvinsbelti, við áfangastaði þar sem hætta getur verið á drukknun, svo sem við sjó, vötn og ár. Því hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg, auk tryggingafélagsins Sjóvár og Vegagerðinni, tekið höndum saman um að setja upp slíkan öryggisbúnað víða. Í fyrsta áfanga á 100 stöðum í sumar. Vegagerðin mun taka að sér uppsetninguna. Einnig er í bígerð að gefa búnað í lögreglubifreiðar og til slökkviliða.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu verða settar björgunarlykkjur á níu stöðum á Vesturlandi. Það er við Borgarfjarðarbrú, Kolgrafafjörð, Haffjarðará, við Hraunfossa, á Djúpalónssandi, Skarðsvík, Búðum, Hellnum og Arnarstapa. Fleiri staðir gætu átt eftir að bætast við.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is