28. apríl. 2016 01:36
Talið er að auka meg öryggi ferðafólks mikið með uppsetningu og kynningu björgunarlykkju, svokölluðu Björgvinsbelti, við áfangastaði þar sem hætta getur verið á drukknun, svo sem við sjó, vötn og ár. Því hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg, auk tryggingafélagsins Sjóvár og Vegagerðinni, tekið höndum saman um að setja upp slíkan öryggisbúnað víða. Í fyrsta áfanga á 100 stöðum í sumar. Vegagerðin mun taka að sér uppsetninguna. Einnig er í bígerð að gefa búnað í lögreglubifreiðar og til slökkviliða.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu verða settar björgunarlykkjur á níu stöðum á Vesturlandi. Það er við Borgarfjarðarbrú, Kolgrafafjörð, Haffjarðará, við Hraunfossa, á Djúpalónssandi, Skarðsvík, Búðum, Hellnum og Arnarstapa. Fleiri staðir gætu átt eftir að bætast við.