Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2016 02:52

Tekið til hendinni á Degi umhverfisins í Hvalfjarðarsveit

Degi umhverfisins voru gerð góð skil í skólum Hvalfjarðarsveitar; Skýjaborg og Heiðarskóla. Skólarnir eru grænfánaskólar og leggja mikla áherslu á umhverfismennt en á degi umhverfisins nýttu báðir skólarnir tækifærið og veðurblíðuna til útivistar og hreinsunar á umhverfinu. Eldri deild leikskólans Skýjaborgar fór í gönguferð um Melahverfið með það fyrir augum að tína rusl og gera umhverfið hreinna. Yngri deildin dvaldi á skólalóðinni og lagði áherslu á sitt nánasta umhverfi.

 

 

Í Heiðarskóla hófst dagurinn á ráðstefnu þar sem Tómas Knútsson greindi frá starfi Bláa hersins, en frá árinu 1995 hefur Blái herinn tekið þátt í og framkvæmt fjöldan allan af verkefnum á sviði umhverfismála, fræðslu og og hreinsun svæða, aðallega við sjávarstrendur, opin svæði og í höfnum landsins. Jónína Hólmfríður Pálsdóttir hélt einnig erindi og fræddi ráðstefnugesti um lífríki Grunnafjarðar og svokallaða Ramsar-samþykkt sem er samþykkt um votlendi sem hafa mikilvægt, alþjóðlegt gildi. Grunnafjörðurinn er einmitt eitt af þessum Ramarsvæðum.

Að lokinni ráðstefnu hélt allur skólinn af stað í fjöruhreinsun og náttúrufræðslu- og upplifun við Grunnafjörð sem endaði í grillveislu í Álfholtsskógi. Það safnaðist heilmikið af rusli, sem var flokkað eins og hægt var í plast, timbur og dósir – en merkilegasti fundurinn var kannski flöskuskeyti sem fannst í fjörunni. Skeyti sem hafði verið varpað í Eiðisvatn á vordögum ársins 2010!

 

Margir lögðu hönd á plóg til að gera daginn sem ánægjulegstan. Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar lagði til poka í fjöruhreinsun og aðstoðaði við útigrillið. Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Lilju gáfu múffur, kleinur og kanilsnúða í nesti og umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar aðstoðaði við útfærslu og skipulag og Íslenska Gámafélagið sá um að koma ruslinu í réttan farveg.

 

Dagur umhverfisins í Hvalfjarðarsveit var sérlega fallegur og vel heppnaður dagur sem allir hlutaðeigandi geta verið stoltir af, og sérstaklega nemendur skólanna sem lögðu sitt af mörkum til fegrunar umhverfis í Hvalfjarðarsveit. Frábært framtak og skemmtilegar myndir tala sínu máli á heimasíðum skólanna.

 

Arnheiður Hjörleifsdóttir

 

Ljósmyndir: Heiðarskóli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is