Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2016 04:01

Gerir athugasemdir við skuldbindingar í lóðarsamningi

Borgarbyggð hefur undirritað samning sem meðal annars kveður á um gatnagerðargjöld og fleira við fyrirtækið Hús og Lóðir ehf. sem er að hefja byggingaframkvæmdir á Borgarbraut 57-59. Frá því verkefni var greint í frétt hér á síðunni fyrr í dag. Í samningnum er m.a. kveðið á um byggingarmagn og gatnagerðargjöld sem eru um 65 milljónir króna. Jafnframt er ákvæði í samningnum um að Borgarbyggð skuldbindi sig til að kaupa eða leigja tvær íbúðir í húsinu þegar þær verða fullbúnar. Auk þess skuldbindur sveitarfélagið sig til að kanna hvort flytja megi starfsemi á vegum þess í þjónustuhluta hússins.

 

Á fundi byggðarráðs í morgun bókaði Guðveig Eyglóardóttir, oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn, vegna samningsins. Í bókun hennar segir m.a.: „Kveðið er á um að Borgarbyggð skuldbindi sig til að kaupa eða leigja tvær íbúðir í húsinu þegar þær verða fullbúnar. Ekki er kveðið á um kaupverð og eða leiguverð og eða nánari tímasetningu t.d. hvað varðar leigutíma. Gera má ráð fyrir að þarna sé um að ræða tugmilljóna króna skuldbindingu á næstu árum sem mun hafa áhrif á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Ekki kemur fram hvernig gert sé ráð fyrir að fjármagna fyrirhuguð kaup þannig að ekki sé vikið frá markmiðum um fjárhag sveitarfélagsins, hvort gert sé ráð fyrir að fresta byggingaframkvæmdum við skólahúsnæði sveitarfélagsins, taka lán og eða nýta söluhagnað eigna. Þá kemur einnig fram að Borgarbyggð muni kanna með að sveitarfélagið flytji starfsemi á sínum vegum í þjónustuhluta hússins. Ekki er tilgreint nánar hvaða starfsemi þarna gæti verið um að ræða.“ Guðveig bendir á að á sama tíma sé starfandi vinnuhópur sem eigi að auka nýtingu á húsnæði í eigu sveitarfélagsins í Hjálmakletti. Í lok bókunar sinnar segir Guðveig: „Undirrituð telur framangreindar skuldbindingar við Hús og lóðir ógagnsæjar og óásættanlegt með öllu að skuldbinda sveitarfélagið með þessum hætti.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is