Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2016 02:28

Telja afar hagkvæmt að nýta gömlu E-deildina fyrir liðskiptiaðgerðir

Eitt af vandamálum íslensks heilbrigðiskerfis er löng bið eftir liðskiptiaðgerðum, svo sem mjaðma- og hnéaðgerðum. Tæplega fimmtán hundruð manns eru nú á biðlista og hafa 80% þeirra beðið í lengur en þrjá mánuði. Meðalbiðtíminn er rúmt ár og skilar sér í miklum kostnaði fyrir íslenskt samfélag. Hópur sex MBA nema í viðskiptafræði og stjórnun við Háskólann í Reykjavík kynnti nýverið lokaverkefni þar sem hópurinn greindi þennan vanda á þeim þremur sjúkrahúsum á landinu þar sem slíkar aðgerðir eru framkvæmdar; Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og Sjúkrahúsi Akureyrar. Í greiningunni rannsökuðu þau hvað veldur þessum vanda og reyndu að koma með lausnir sem miða að því að draga úr þessum langa biðtíma og ná honum niður fyrir þrjá mánuði. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast væri að opna sérhæfða liðskiptadeild á E-deildinni á HVE á Akranesi en sú deild hefur staðið lokuð um árabil. Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir er einn þeirra mastersnema sem vann að verkefninu.

 

Skessuhorn ræddi við Gunnar um málið og blaði vikunnar er ítarlega greint frá þessari hagkvæmu lausn við að eyða biðlistum hér á landi eftir liðskiptum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is