Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2016 08:01

Metinn sakhæfur og hlaut hámarksdóm fyrir morð

Héraðsdómur Vesturlands kvað á föstudaginn upp dóm í morðmáli sem höfðað var gegn Gunnari Erni Arnarsyni. Var hann dæmdur til 16 ár fangelsisvistar fyrir manndráp að yfirlögðu ráði. Fórnarlamb hans hét Karl Birgir Þórðarson, fæddur 1957. Taldist Gunnar Örn saknæmur og jafnframt kom fram í dómsgögnum að ekkert mælti gegn því að refsing gæti borið árangur. Gunnar Örn neitaði sök í málinu en vörn hans þótti ekki standast. Tilræðið átti sér stað í heimahúsi á Akranesi 2. október 2015. Gunnar Örn er dæmdur fyrir að hafa með kyrkingu hert að hálsi fórnarlambsins fyrst með höndum en einnig með því að bregða beltisól og fatareim um háls hans og hert að. Batt hann auk þess hnút á reimina svo hún losnaði ekki frá hálsinum og stuttu síðar, með því að bregða reiminni að nýju um hálsinn á fórnarlambi sínu og hert að eftir að endurlífgunartilraunir voru hafnar. Þetta hafði þær afleiðingar að fórnarlambið hlaut alvarlegan heilaskaða og lést fimm dögum síðar á sjúkrahúsi. Ákærða var gert að greiða sambýliskonu fórnarlambsins 800 þúsund krónur í miskabætur auk annars kostnaðar. Frá refsivist ákærða dregst gæsluvarðhaldsvist frá 3. október.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is