Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2016 10:58

Skagamenn fengu skell í Eyjum

Leikmenn ÍA sigldu til Vestmannaeyja í gær og mættu ÍBV í fyrstu umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Ekki var það mikil skemmtisigling því Eyjamenn unnu stórsigur á Hásteinsvelli, 4-0. Leikurinn fór fjörlega af stað og Eyjamenn skoruðu fyrsta markið strax á 9. mínútu leiksins. Frábær fyrirgjöf utan af kanti rataði beint á Simon Kollerud Smidt sem hamraði boltann viðstöðulaust rétt undir þverslána. Glæsilegt mark. Eftir aðeins korters leik var staðan svo orðin 2-0. Skagamenn töpuðu boltanum við miðlínuna og Aron Bjarnason geystist fram völlinn. Engum tókst að stöðva sprett Arons sem lagði boltann einfaldlega í markhornið nær. Róðurinn heldur betur að þyngjast fyrir Skagamenn.

Eyjamenn réðu lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik og á 36. mínútu bættu þeir þriðja markinu við. Markvörður þeirra, Derby Rafael Corrilloberduo, kastaði boltanum langt fram völlinn. Við honum tók Sindri Snær Magnússon sem fór framhjá einum varnarmanni ÍA og skoraði.

Leikurinn var heldur rólegri eftir hlé. Heimamenn voru með unninn leik í höndunum og réðu gangi leiksins. Seint í leiknum skoruðu þeir mark sem dæmt var af vegna rangstöðu og á 83. mínútu gerðu þeir endanlega út um leikinn. Charles Vernam lék þá á hvern varnarmann ÍA á fætur öðrum áður en hann renndi boltanum milli fóta Árna Snæs Ólafssonar markvarðar og skoraði.

Skagamenn fengu ekki beint þá byrjun sem þeir hefðu óskað sér. Sögufróðir menn grófu upp að þetta væri stærsta tap ÍA í fyrsta leik Íslandsmótsins síðan 1947. Skagamenn eiga svo erfiðan erfiðan útileik fyrir höndum næsta sunnudag þegar þeir heimsækja Íslandsmeistara FH í Hafnarfjörðinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is