09. mars. 2005 09:50
Tryggvi Bjarnason, lögfræðingur á Akranesi hefur verið ráðinn deildarstjóri nýrrar deildar innan Skattstjóraembættisins á Akranesi, en deildin sinnir skatteftirliti á hluta landsbyggðarinnar, þ.e. á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurlandi, ásamt Vestmannaeyjum. Skattstjóraembættið á Norðurlandi eystra sinnir Norðurlandi öllu og Austurlandi. Þrír aðrir starfsmenn koma að þessari deild á Akranesi, ásamt Tryggva. Gera má ráð fyrir hertu skatteftirliti á landsbyggðinni samhliða þessum breytingum en áður var eftirlitið í höndum Ríkisskattstjóra.
Sjá nánar frétt og umfjöllun í Skessuhorni sem kemur út í kvöld.