Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2005 10:25

Uppblásin íþróttahöll í Borgarnes?

Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundanefndar Borgarbyggðar kynnti Sigmar Gunnarsson, einn nefndarmanna, hugmyndir um að reisa uppblásna íþróttahöll, eða íþróttatjald við hlið íþróttahússins í Borgarnesi. Sigmar hefur í samstarfi við Gokart fyrirtækið Ice kart flutt inn eitt slíkt tjald eða hvelfingu með 4000 fermetra gólffleti  sem verið er að leita að staðsetningu fyrir. Sigmar segir vel koma til greina að nýta risahvelfinguna fyrir Go kart yfir sumartímann en undir ýmsar íþróttir yfir vetrartímann. “Það er hægt að nota þessar hvelfingar fyrir nánast hvað sem er. Þetta þekkist sem sundhallir, íþróttahús o.fl. Víða um heiminn og í Kananda er svona hvelfing sem þekur þrjá hektara og er notuð sem korngeymsla,” segir Sigmar. Hann segir ennfremur að þótt það megi kalla þetta tjald þá sé ekki tjaldað til einnar nætur því framleiðendur lofi 35 ára endingartíma. Hann segir einnig að hvelfingin eigi að þola vindhraða upp í 65 -80 m. á sekúndu og henti því ágætlega fyrir íslenskar aðstæður.

Uppblásin risahvelfing sem er um 4000 fermetrar kostar um 16 milljónir króna en síðan bætist við uppsetning, grunnur, gólfefni o.fl. Sigmar segir því raunhæft að reikna með að uppkomin kosti uppblásin íþróttahöll í Borgarnesi um 80- 100 milljónir króna en sambærilegt hús úr steypu og gleri kosti um 400 milljónir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is