Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2005 05:29

Hnífsárás á veitingastað á Akranesi

Aðfararnótt sl. sunnudags var lögreglan á Akranesi kvödd að veitingastað í bænum.  Þar inni hafði maður ráðist að bróður sínum vopnaður dúkahnífi og veitt honum áverka.  Dyraverðir á staðnum höfðu náð að stöðva árásarmanninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom.  Maðurinn var handtekinn skömmu síðar á heimili sínu. Árásarþoli sem var talsvert skorinn í andliti og á líkama varð færður undir læknishendur og fékk hann að fara heim að aðgerð lokinni þar sem meiðsli hans reyndust ekki eins alvarleg og í fyrstu virtist.

Árásarmaðurinn á við geðræn vandamál að stríða og var komið undir læknishendur eftir skýrslutöku.  Hann hefur verið vistaður á geðdeild.   Lögreglan lítur málið alvarlegum augum þar sem um hættulega aðför var að ræða og vopni beitt.  Unnið er að rannsókn málsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is