31. mars. 2005 04:18
Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka og Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar undirrita á morgun samninga um endurfjármögnun lána Spalar. Samhliða undirritun um endurfjármögnunina verður kynnt ný gjaldskrá fyrir Hvalfjarðargöng. Fram kom í fréttum fyrir páska, að væntanlega yrði áskriftargjald lækkað en ólíklegt væri að gjald fyrir einstakar ferðir, sem nú er 1000 krónur, lækki.