Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2005 02:56

Klerkar í klípu í Klifi

Leikfélag Ólafsvíkur frumsýndi á föstudag farsann Klerkar í klípu eftir Englendinginn Philippe King í leikstjórn Harðar Sigurðssonar. Leikfélagið hefur verið í lægð síðustu misseri en var drifið af stað á ný af hjónunum og “leikhúsrottunum” Gunnsteini Sigurðssyni og Ingigerði Stefánsdóttur en þau fluttu fyrir tæpum tveimur árum frá Ísafirði og tóku leiklistarbakteríuna með sér. “Við vorum bæði búin að starfa með Litla leikhópnum á Ísafirði, ég var þar formaður í nokkur ár og Gunnsteinn var líka í stjórn um tíma og lék með félaginu þannig að við vorum á kafi í þessu,” segir Ingigerður. “Það var svolítið um liðið síðan síðast var sett upp leikrit hérna en við heyrðum að fólk hafði áhuga á að drífa sig af stað aftur. Við settum því auglýsingu á vef sveitarfélagsins og fengum góð viðbrögð þannig að fyrr en varði vorum við komin í stjórn og síðan upp á svið.”

 

Gunnsteinn er formaður Leikfélags Ólafsvíkur og leikur í Klerkum í klípu en Ingigerður er framkvæmdastjóri sýningarinnar og sér um förðun. Níu leikarar leika í sýningunni og samanstendur leikhópurinn að sögn Gunnsteins af fólki sem er að stíga sín fyrstu spor á sviði og hundvönum leikurum. “Þetta er búið að vera virkilega gaman og viðtökurnar feikna góðar. Síðan er aðstaðan náttúrulega alveg mögnuð en það er svolítið skondið að þegar við vorum á Ísafirði vorum við í öflugu leikfélagi en vantaði góða aðstöðu en þegar við komum hingað þá var hér þetta flotta leikhús en vantaði líf í það. Félagsheimilið í Klifi er sennilega glæsilegasta félagsheimili landsins og öll aðstaða eins og ljós og hljóð eins og best verður á kosið,” segir Gunnsteinn.

Leikritið Klerkar í klípu er enskur farsi og er sögusviðið seinni heimsstyrjöldin. Fjórir prestar sem allir heita sama nafni koma saman á bresku prestssetri og úr verður misskilningur á misskilning ofan eins og vera ber í försum. Verkið var sem fyrr segir frumsýnt á föstudag og önnur sýning síðastliðinn laugardag. Þriðja sýning verður á annan í Hvítasunnu og sú fjórða og síðasta laugardaginn 21. maí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is