Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2005 03:38

Öflugt samstarf ferðaþjónustuaðila

Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi taka nú höndum saman og kynna starfsemi sína á ferðakaupstefnunni Vest Norden sem haldin verður í Kaupmannahöfn í september á þessu ári undir slagorðinu “All senses”.

Útflutningsráð Íslands stóð í vetur fyrir verkefninu “Hagvöxtur á heimaslóð” en markmið verkefnisins var meðal annars að auka hagvöxt með öflugu samstarfi. Verkefnið er hið fyrsta sem haldið er á vegum ráðsins með ferðaþjónuaðilum í landinu. Alls tóku 14 aðilar þátt í verkefninu sem lauk í mars. Á síðasta fundi þessara aðila var ákveðið að reyna áfram formlegt samstarf hópsins og að fá fleiri aðila til samstarfs. Fyrsta verkefnið skyldi vera að undirbúa Vestnorden ferðakaupstefnuna í Kaupmannahöfn 13.-14. september og var ákveðið að ráða Þórdísi G. Arthursdóttir sem hefur starfað við ferðaþjónustu í fjölda ára sem verkefnisstjóra til að halda utan um verkefnið.

 

“Á ferðakaupstefnunni verður Vesturlandið kynnt sem landsvæði sem hefur eitthvað fyrir öll skilningarvitin og gengur kynningin undir nafninu “All Senses,” sem vísar til fjölbreytileika landsvæðisins. Ákveðið var að kynna fimm lykla sem ganga að svæðinu, ef svo má segja, en þeir eru náttúra, saga, matur, menning, mannlíf og aðgengi,” sagði Þórdís. “Allir aðilar ættu því að geta flokkað starfsemi sína undir einn lykil eða fleiri. Ferðaþjónustuaðilar eru að átta sig betur á hvað samvinna skilar sér fyrir svæðið í heild. Því fleiri sem við erum því öflugri verðum við. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpar okkar svo ekki sé nú talað um lækkun á gangagjaldinu.” Og Þórdís bætir við: “Verkefnið er til að sýna fram á að Vesturland er spennandi kostur allt árið fyrir heimamenn, innlenda og erlenda ferðamenn og samstarf aðila í ferðaþjónustu kemur til með að auka hagvöxt í heimabyggð.”

Mikið gróska er í atvinnugreininni á Vesturlandi og eru allir sem bjóða upp á ferðaþjónustu og eru með starfsleyfi hvattir til að taka þátt í verkefninu. Fyrir 50 þúsund krónur er hægt að fá aðgang að kynningargögnum um Vesturland, hafa kynningarefni í básnum á ferðakaupstefnunni og Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn og vinnufund með verkefnastjóra þar sem fyrirtæki kynna m.a. sína þjónustu. Hægt er að hafa samband við Þórdísi í síma 895 1783 eða á póstfangið: tga@simnet.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is