Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2005 08:41

Akraneshlaupið er á morgun

Akraneshlaupið verður haldið í 13. sinn á morgun, laugardaginn 28. maí. Þetta er í fimmta skiptið sem Kvennanefnd Knattspyrnufélags ÍA sér um framkvæmd þess. Akraneshlaupið hefur verið mjög vinsælt meðal hlaupara sem koma víða að af landinu til að taka þátt enda þykir gott að hlaupa á Akranesi þar sem lítið er um brekkur. Hlaupið hefur einnig getið sér gott orð fyrir góða skipulagningu og hefur t.d. verið stærsta hálfmaraþon landsins fyrir utan Reykjavíkurmaraþon.

Framkvæmdaaðilar hafa einnig lagt mikið upp úr því að fá almenning til að taka þátt og gera þennan viðburð að fjölskylduskemmtun, enda er boðið upp á ýmsa möguleika í misjafnlega krefjandi keppnum. Fyrir utan keppni í 21 km og 10 km hlaupi er boðið upp á 10 km hjólreiðar og 3,5 km skemmtiskokki. Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á gönguhóp sem er nýjung í almenningshlaupum á Íslandi. Hægt er að ganga t.d. 1 km, 2 km eða 3,5 km (eða lengra ef vilji er fyrir hendi), hvort sem er með eða án stafs, en undanfarnar vikur hafa verið haldin námskeið í stafagöngu fyrir eldri borgara á Akranesi. Þátttaka hefur verið mjög góð og er vonast til að eldri borgarar fjölmenni að þessu sinni í Akraneshlaupið.

 

Haldin hafa verið stafagöngunámskeið víða á Vesturlandi undanfarið og eru þátttakendur í þeim hvattir til að fjölmenna í Akraneshlaupið á laugardaginn.

Allir þátttakendur í hlaupi, hjólreiðum eða göngu fá verðlaunapening, bol hlaupsins, derhúfu og hressingu að hlaupi loknu (Poweraid orkudrykk, banana og súkkulaðikex) og einnig er frítt í Jaðarsbakkalaug. Að auki eiga allir möguleika á að hreppa einn af 23 glæsilegum útdráttarvinningum sem tengdir eru ferðaþjónustu á Vesturlandi. Heildarverðmæti þeirra er um 300 þúsund krónur. M.a. eru í boði siglingar á Breiðafirði, sjóstangveiði frá Akranesi, sleðaferð á Langjökul, golf, kort í göngin, gisting víðs vegar á Vesturlandi og matarvinningar, allt frá pizzum til veislumáltíða.

Hlaupið hefst frá Akratorgi, hálfmaraþon kl. 10.30, hjólreiðar kl. 11.00 en 10 km hlaup, skemmtiskokk og ganga kl. 11.30. Skráning er í Jaðarsbakkalaug eða á netinu www.hlaup.is fram að hlaupadegi, en einnig er hægt að skrá sig á Akratorgi á laugardagsmorgun.

Þess má geta að fjölskylduafsláttur er í skemmtiskokk og göngu. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu hlaupsins: www.akraneshlaup.k2.is. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is