Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2005 10:43

Áform um tengibyggingu við Búðarklett kærð

Lögð hefur verið fram kæra á hendur bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð vegna þeirrar ákvörðunar að byggja tengibyggingu milli veitingahússins Búðarkletts og Gamla Pakkhússins í tengslum við starfsemi Landnámsseturs.

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni ætlar Borgarbyggð að láta byggja tengibyggingu á milli húsanna tveggja í sumar og er það framlag sveitarfélagsins til Landnámssetursins. Sveitarfélagið ætlar að eiga bygginguna en reksturinn verður í höndum Landnáms Íslands ehf og Búðarkletts. Eigandi fasteignar í næsta nágrenni telur hinsvegar að brotið hafi verið í bága við skipulags- og byggingarlög með því að heimila bygginguna þar sem hún sé ekki á auglýstu deiliskipulagi. Þá telur hann einnig að lög hafi verið brotin með því að láta ekki fara fram grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra framkvæmda. 

 

Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri segir bæjaryfirvöld hafa unnið málið í góðu samráði við Skipulagsstofnun sem ekki hafi gert athugasemdir við það þótt þessi byggingarreitur hafi komið inn í skipulag eftir að það var auglýst. “Við teljum því að við höfum staðið rétt að þessu máli,” segir Páll.

Húsafriðunarnefnd sendi frá sér umsögn um fyrirhugaða tengibyggingu þann 10. maí sl. Þar segir orðrétt: “Nefndin telur að skálinn raski ekki götumyndinni og sé í sátt við gömlu húsin sem fyrir eru auk þess mun hann styðja við starfsemi í báðum húsum en slíkt stuðlar að varðveislu húsanna.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is