Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2005 10:44

Gróður í kyrrstöðu vegna þurrka og kulda

Það sem af er maímánuði hafa frostnætur verið alltíðar og lætur nærri að í innsveitum sunnan- og vestanlands hafi mælst frost aðra hverja nótt í mánuðinum og finnst mörgum orðið nóg um þótt vitaskuld ráðum við ekki við náttúruöflin. Einnig hefur verið óvenjulega þurrt og úrkoman einungis mælst innan við 10 mm í flestum landshlutum að undanskildu norðausturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur gróðurframvindan þetta vorið verið heldur hæg af þessum sökum en bent jafnframt á að einkennisveðurlag maímánaðar sé hár loftþrýstingur með björtu veðri og lítilli úrkomu, þar sem norðanátt sé gjarnan ríkjandi vindátt. Veðurspá næstu daga gerir ekki ráð fyrir teljandi breytingum fyrir komandi viku þannig að enn verður einhver bið á að öðru en góðu gluggaveðri.

En hvernig er ástand gróðurs hér á Vesturlandi af þessum sökum? Leitað var til nokkurra aðila sem beint og óbeint þekkja til ástandsins og þeir spurðir út í áhrif kulda og þurrka undanfarinna vikna.

Sjá Skessuhorn sem kemur út í dag, bls. 24

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is