Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2005 08:47

Jóhann Óli og Tinna Vesturlandsmeistarar í skák

Vesturlandsmótið í skólaskák 2005 var haldið um síðustu helgi. Þrettán keppendur frá fjórum skólum á Vesturlandi tóku þátt í mótinu að þessu sinni og var keppt í tveimur flokkum, eldri og yngri.

Í yngri flokki voru ellefu keppendur en það var Jóhann Óli Eiðsson, 11 ára úr Varmalandsskóla sem sigraði með yfirburðum, hlaut 6 vinninga af 6 mögulegum. Í öðru sæti varð Fjölnir Jónsson, 13 ára úr Kleppjárnsreykjaskóla með 4,5 vinninga og í 3. sæti Auður Eiðsdóttir, 10 ára úr Varmalandsskóla með 4 vinninga.

Í eldri flokki voru ekki nema tveir keppendur, þær Tinna Kristín Finnbogadóttir, 14 ára og Salome Konráðsdóttir, 13 ára, báðar úr Grunnskólanum í Borgarnesi. Þær tefldu fjórar skákir og sigraði Tinna í þeim öllum.

Sigurvegararnir í báðum flokkum, Tinna og Jóhann Óli unnu sér inn rétt til þátttöku á Landsmótinu í skólaskák en þau þurfa reyndar ekki langt að fara því mótið verður að þessu sinni haldið að Varmalandi og verður fyrstu helgina í júní.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is