Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júní. 2005 07:56

Góð aðsókn að Garðavelli á Akranesi í vor

Golfvertíðin fer vel af stað hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Mikil gróska er í íþróttinni um allt land og er Akranes þar enginn eftirbátur. Að sögn Brynjars Sæmundssonar, framkvæmdastjóra, hafa nú yfir 60 nýir félagsmenn innritað sig í klúbbinn nú í vor og er það fólk á öllum aldri og af báðum kynjum, sá yngsti 6 ára og sá elsti 71 árs. Kristvin Bjarnason, golfleiðbeinandi Leynis, hefur haft í nógu að snúast við að leiðbeina nýjum golfurum, en mikill ávinningur er af því að læra réttu handtökin í golfinu strax frá upphafi.  

Nýverið fékk kvennanefnd Leynis Ragnhildi Sigurðardóttur, fyrrverandi Íslandsmeistara kvenna í golfi, til að vera með þriggja daga golfkynningu á Akranesi, eingöngu ætlaða konum.  Yfir 30 konur mættu á kynninguna, sem ber glöggt merki um vaxandi áhuga kvenna á golfíþróttinni á Akranesi.

Brynjar segir að Garðavöllur hafi komið vel undan vetri.  “Mestu máli skiptir að púttflatirnar eru í góðu ástandi og hefur raunin orðið sú að Garðavöllur ber af öðrum golfvöllum hvað þetta varðar á þessu golfvori.  Töluverðar gróðurskemmdir hafa verið á sumum golfvöllum í kringum okkur en á Akranesi eru púttflatirnar svo vel grónar og sléttar að um er talað. Er það besta auglýsing sem Garðavöllur getur fengið á meðal golfara.”

 

Skráðir golfhringir á Garðavelli í maí voru 2566.  Þrátt fyrir óvenju kaldan maímánuð þá er þetta 18% meiri umferð um golfvöllinn miðað við síðasta ár. Mest er aukningin í gestaspilurum sem er bein afleiðing af samningum við golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu.  Gestaspilarar í maí voru 1023 miðað við 426 í maí á síðasta ári sem er um 240% aukning milli ára. Að meðaltali voru leiknir 85 golfhringir á dag á Garðavelli í maí.

Brynjar hvetur Akurnesinga til að kynna sér aðstöðu til golfiðkunar á Garðavelli.  “Það er engin nauðsyn fyrir fólk að vera félagsmenn til að kynna sér þessa frábæru íþrótt. Hægt er að fara á æfingasvæðið Teiga og fá leiðsögn golfleiðbeinanda, pútta á æfingapúttflötinni við golfskálann og kaupa sér stakann golfhringi áður en ákvörðun er tekin um að gerast félagi í golfklúbbnum.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is