Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2005 11:30

Gamla Mjólkursamlagið í Borgarnesi er til sölu

Á síðasta fundi bæjarráðs Borgabyggðar voru afhentar undirskriftarlistar með nöfnum 243 aðila sem mælast til að Gamla Mjólkursamlagið við Skúlagötu í Borgarnesi verði látið standa. Málið var rætt á bæjarráðsfundinum og að sögn Páls Brynjarssonar bæjarstjóra var opnað á þann möguleika að húsið verði selt en áður hafði bæjarstjórn tekið þá ákvörðun að húsið yrði látið víkja í tengslum við nýtt skipulag. “Bæjarstjórn ætlar að skoða þann möguleika að að selja húsið til aðila sem væri tilbúinn að gera það upp. Við förum okkur allavega hægt næstu vikurnar og sjáum til hvort einhver gefur sig fram.” Aðspurður um hugsanlegt verð segir Páll að það yrði samningsatriði. “Það er alveg ljóst að við munum ekki fara fram á mikinn pening. Við myndum hinsvegar setja það skilyrði að húsið verði gert upp og við vildum gjarnan fá að vita hvaða starfsemi viðkomandi hyggðist vera með í húsinu.”

 

Forgangsröðun

Páll segir að bæjarstjórn hafi skilning á því að margir vilji láta húsið standa en það sé ljóst að bæjarstjórn hafi ekki bolmagn til að standa að endurgerð þess. “Það yrði stórt verkefni og kostnaðarsamt að gera húsið upp. Við höfum ekki látið kostnaðarmeta það verk en teljum að um sé að ræða viðgerð upp á tugi milljóna. Okkur bíða hinsvegar mörg brýn verkefin og þar á meðal uppbygging leikskóla o.fl. Þar viljum við frekar nýta það fjármagn sem bæjarsjóður hefur til framkvæmda. Þótt við vildum sækja fjármagn annað í þetta verkefni þá er ekki um auðugan garð að gresja. Við höfum vissulega fengið framlög í endurgerð gamla Pakkhússins og húsanna í Englendingavík en þeir styrkir hafa numið 1 – 2 milljónum króna á ári. Ef við ættum að treysta á stuðning hins opnibera við endurgerð Mjólkursamlagshússins tæki verkið sennilega býsna langan tíma.” Páll bætir við að því miður hafi Vesturland ekki verið inni í umræðunni um menningarhús en hann segist telja eðlilegt að þessi landshluti eins og hver annar fengi sinn skerf úr þeim potti. “Hvort menn vildu blanda Gamla Mjólkursamlaginu inn í það er svo annað mál,” segir Páll.

 

Félagsheimili?

Ýmsir hafa bent á að Mjólkursamlagshúsið gæti m.a. nýst sem samkomuhús og einnig hefur ýmis önnur starfsemi verið nefnd. “Væntanlega er það ástæðan fyrir því að margir vilja varðveita húsið að menn sjá þar fyrir sér framtíðarfélagsheimili í Borgarnesi. Það er ljóst að þessi þörf er fyrir hendi. Það liggur hinsvegar ekki fyrir hvort eða hvernig menn muni leysa úr þeirri þörf,” segir Páll. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is