Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2005 08:05

Beðið eftir aurum í endurbætur á heilsugæslunni

Enn hyllir ekki undir að hægt verði að ráðast í endurbætur á heilsugæslustöðinni í Borgarnesi þrátt fyrir að þær séu orðnar verulega aðkallandi. “Við vitum ekki hvenær verður hægt að ráðast í nauðsynlegar lagfæringar. Það er hinsvegar beðið eftir grænu ljósi til að hefja byggingu bílskúrs fyrir sjúkrabifreiðar en það vantar aðeins staðfestingu frá samstarfsnefnd um framkvæmdir á vegum ríkisins,” segir Guðrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi.

Guðrún segir hinsvegar að það þurfi að lagfæra húsnæði stöðvarinnar fyrir um 60 milljónir króna. Meðal annars þarf að bæta aðgengi fyrir fatlaða, skipta um glugga og gera gagngerar endurbætur innan dyra. “Ég hef sótt um fjárveitingu síðan ég byrjaði hérna árið 2000 og röðin hlýtur að koma að okkur einhverntíman í náinni framtíð. Það er skilningur fyrir hendi hjá heilbrigðisráðuneytinu en peningarnir hafa ekki verið til staðar. Kannski eru líka aðrir ver staddir en við en engu að síður fer þetta að verða aðkallandi,” segir Guðrún.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is