Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2005 07:45

Harðorðar ásakanir á hendur náttúrufræðingum

Guðjón D Gunnarsson á Reykhólum hefur sent harðort bréf til allra bæjar- og sveitarstjórna sveitarfélaga sem land eiga að Breiðafirði. Í bréfinu vekur hann athygli á því sem hann kallar ofsóknir á hendur æðarbændum. Bréfið er svohljóðandi: “Fyrir fáum árum varð Jón Sveinsson á Miðhúsum fyrir árásum “náttúrufræðinga”. Hann var þeirra ofjarl. Nú er Hafsteinn Guðmundsson í Flatey tekinn fyrir. Aðferð hýena, þegar fella á sterk dýr, er að veiða margar saman og einangra fórnarlambið frá hjörðinni. Eigum við að bíða og horfa á meðan félagar okkar eru ofsóttir. Hvenær verður hlunnindabændum alfarið meinað að setja upp hræður og fara um varplönd. Þeir, sem hafa verið í þangslætti, vita að örninn hræðist ekki umferð. Lokað er á mikilvæga auðlind, með banni við að sýna ferðamönnum arnarvarp. Einu árásirnar á arnarvarp undanfarin ár er lágflug “náttúrufræðinga”. Lágflug er glæpur gagnvart öllu lífríki. Ég skora á ykkur: Friðum Breiðafjörð fyrir náttúrulausum náttúrufræðingum.”

 

Guðjón er ekki æðarbóndi sjálfur og hefur því ekki beinna hagsmuna að gæta nema fyrir hönd samfélagsins og vina sinna eins og hann kemst að orði. “Ég veit að þær aðferðir náttúrufræðinga að fylgjast með arnarvarpinu úr lágflugi hafa ekki aðeins skaðað æðarvarpið heldur einnig arnarvarpið sem þessir náttúrfræðingar telja sig vera að vernda. Fyrir nokkrum árum eyðilögðu þeir Arnarhreiður með þessu hátterni. Örninn þolir návígi við mannskepnuna en ég veit ekki um neina skepnu sem getur vanist hávaðanum af flugvélum,” segir Guðjón.

 

Rakalausar ásakanir

 

Kristinn Haukur Skarphéðinsson hjá Náttúrfræðistofnun segir ásakanir Guðjóns ekki eiga við nein rök að styðjast. “Ég þekki þetta mál mjög vel þar sem ég hef komið að eftirliti með arnarvarpi í 20 ár. Það er búið að stunda eftirlit með náttúrunni úr lofti nánast frá því flugvélar voru fundnar upp. Það er því komin geysileg reynsla af þessum vinnubrögðum en allan þennan tíma hefur engin rökstudd vitneskja komið fram um að þetta valdi tjóni. Hávaðinn er vissulega mikill en hann varir aðeins í örskotsstund í hvert sinn og nær yfir mjög lítið svæði. Auk þess fara menn að sjálfsögðu eins varlega og þeim er unnt.”

Kristinn Haukur segir engar sannanir fyrir því að lágflug í þágu náttúrufræðirannsókna hafi valdið tjóni á æðarvarpi né arnarvarpi. “Það eina sem komið hefur fram eru fullyrðingar örfárra aðila sem orðnar eru að einhvers konar þráhyggju.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is