Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2005 08:33

Bréfberar í hundana

Það hefur lengi farið það orð af að hundar leggi sérstakt hatur á bréfbera, hvernig sem á því kann að standa. Hafa stirð samskipti bréfbera og hunda gjarnan orðið höfundum myndasagna að yrkisefni en ekki fer mörgum sögum af því hér á landi að hundar hafi lagst á póstburðarfólk. Það hefur þó gerst í Borgarnesi í sumar en að sögn lögreglunnar þar hafa bréfberar bæjarins kvartað yfir lausum hundi í Kjartansgötunni. Hundurinn hefur ítrekað gert sig líklegan til að ráðast á bréfberana og urrað og gelt að þeim, að sögn Theodórs Þórðarsonar lögreglustjóra í Borgarnesi. “Ekki er vitað hvort að búningur bréfberanna hefur þessi áhrif á hundinn en eigandanum hefur verið gert að hafa hann bundinn eins og lög og reglur gera ráð fyrir,” segir Theodór. Hann segir hundum hafa fjölgað mikið í Borgarnesi að undanförnu en að flestir hundaeigendur fari eftir reglum um hundahald og hafi seppa sína í bandi og hreinsi upp eftir þá það sem þeir leggja frá sér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is