Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2005 09:41

Skógarsveppirnir eru komnir

Sumarið 2005 byrjaði ekki vel. Allan maímánuð og langt fram eftir júní var kalt og þurrt. En svo fór að hlýna og rigna. Rigningin og hlýindin í kjölfar hennar hafa leyst úr læðingi frjómagn jarðar. Er nú svo komið að sveppatíminn er hafinn í skógum landsins og mun standa yfir næstu vikurnar. Villtir sveppir þykja mikið lostæti og eru seldir sælkerum dýrum dómum út úr búð í kaupstöðum landsins. Þeir sem það kjósa geta sótt sér þetta lostæti beint út í skóg.

Í því skyni að fræða fólk um allt sem viðkemur skógarsveppum, svo sem að greina matsveppi frá öðrum sveppum, en einnig hreinsun, geymslu og matreiðslu sveppa, munu Vesturlandsskógar efna til námskeiðs 15. ágúst næstkomandi. Námskeiðið verður haldið á Hvanneyri og í Skorradal. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu geta sent þátttökutilkynningar til vestskogar@vestskogar.is eða tilkynnt sig símleiðis til Guðmundar Sigurðssonar í síma 433-7054. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Norðurlandssetri Náttúrufræðistofnunar. 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is