Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júlí. 2005 07:51

Útihátíðir endurskilgreindar í Fossatúni

Um Verslunarmannahelgina verður blásið til veglegrar dagskrár í Fossatúni þar sem fram kemur hjómsveitin Moving Cloud sem er  einn fremsti flytjandi  írskrar tónlistar í Evrópu í dag. Auk þess að halda tvenna tónleika í Fossatúni mun dansari sveitarinnar Mette Lövschal halda sýnikennsku í riverdansi, steppdansi og öðrum írskum dönsum á laugardagseftirmiðdeginum. Þá munu hljómsveitin Vinir vors og blóma flytja órafmagnað tónlistardagskrá sinna þekktustu laga á miðnæturhljómleikum á laugardagskvöldið. En hljómsveitin Þotuliðið heldur uppi merki hins íslenska ullarsokks í tónlistarflutningi á sunnudagskvöldinu eftir að varðeldi og brekkusöng lýkur.

 

Einnig má nefna að haldið verður íslandsmeistaramót í skriðkólfi, en það er leikur sem kynntur hefur verið til sögunnar hérlendis á sérstökum velli í Fossatúni. Skriðkólfur er þýðing á Shuffle Board sem er hið enska heiti þessa leiks og er keppnisíþrótt víða um heim og þá ekki síst í Kanada og Bandaríkjunum. Að auki gefst fólki kostur á gönguferðum um nágrennið eftir göngustígum sem lagðir hafa verið auk þess sem staðahaldari Steinar Berg Ísleifsson, mun leiða göngu á Varmalækjarmúla, einn fegursta útsýnisstað í Borgarfirði. En nýlega var stikuð gönguleið upp á Múlann og hann tilnefndur fjall ársins í Borgarfirði og kynnt sem ný gönguleið í gönguátaki Ungmennasambands Borgarfjarðar.

Það má því endurskilgreina hugtakið útihátíð í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað með ferðaþjónustusvæðum eins og Fossatúni. Því þó veigamiklar útihátíðir hafi löngum verið haldnar um Verlsunarmannahelgina af félagasamtökum, fyrirtækjum og bæjarfélögum. Má líka halda því fram að íslenska sumarið sé orðið að heljarinnar útihátíð sem auðvitað nær hámarki um ferðahelgina miklu, Verlsunarmannahelgina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is