Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2005 09:54

Spútnikbátar sjósetja sinn fyrsta bát

Nýr hraðfiskibátur; Eyrarberg GK 60 var sjósettur frá skipalyftunni við skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi sl. föstudag. Báturinn hefur verið seldur til Grindavíkur þaðan sem hann verður gerður út. Fyrirtækið Spútnikbátar hefur alfarið séð um smíði bátsins og að sögn Ingólfs Árnasonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, hefur hann verið í smíðum sl. tvo til þrjá mánuði. Þetta er fyrsti báturinn af þessari gerð sem fyrirtækið smíðar en það var stofnað sl. vetur á grunni fyrirtækisins Knarrar, sem starfaði lengi á Akranesi, en Knörr hafði byggt einn bát, Geisla SH og selt til Ólafvíkur á liðnu ári, en við smíði Geisla SH var notast við sömu mót og Spútnikbátar steypa nú sína báta í.

 

Eyrarberg GK er 15 tonna bátur með yfirbyggðu dekki og ágætri aðstöðu til línuveiða. Í smíðum eru tveir aðrir bátar sömu gerðar hjá Spútnikbátum og hafa þeir báðir verið seldir til Húsavíkur. Stefnt er að því að ljúka smíði þeirra fyrir sjávarútvegssýninguna sem fram fer í Kópavogi í byrjun september. Bæði Ingólfur og Gunnar Leifur Stefánsson, framkvæmdastjóri Spútnikbáta, eru bjartsýnir á framtíð framleiðslunnar og söluhorfur og segja að mikið sé spurt um þessa báta og þeir skoðaðir af áhugasömum útgerðarmönnum um allt land. Aðspurður um sérstöðu þeirra á markaði sagði Ingólfur: “Þetta eru í senn glæsilegir bátar og hafa algjöra sérstöðu að ýmsu leyti og því getum við ekki annað en verið bjartsýnir um sölu þeirra. Þar við bætist að þegar reglum um stjórnun fiskveiða verður breytt á þann veg að 30 tonna bátar verða leyfðir í krókaaflamarkskerfinu þá eigum við mjög gott með að breyta mótunum að þessum bát til að gera hann að 30 tonna hraðfiskibát,” sagði Ingólfur í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is