Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2005 03:24

Sviptivindar undir Hafnarfjalli

Þrjú hjólhýsi hafa fokið út af veginum undir Hafnarfjalli síðan um hádegi í dag. Eitt hjólýsanna fór í spað en hin fóru á hliðina. Einn bíll með hjólhýsi í afturdragi lyftist upp að aftan og situr þannig fastur rétt utan við veginn. Samkvæmt upplýsingum frá vegagerðinni fór vindhraðinn í 43 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Lögreglan í Borgarnesi varar ökumenn við því að aka undir Hafnarfjalli. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi fauk fyrsta hjólhýsið útaf vegin um hádegisbil í dag. Hin tvö fuku eftir það en annað þeirra splundraðist þegar það fauk út af veginum. Bílarnir, sem drógu hjólhýsin, skemmdust ekkert. Þó er óvíst með skemmdir á bíl sem lyftist upp að aftan þegar hjólhýsi, sem hann var með í afturdragi, féll á hliðina.

Lögreglan hefur stöðvað umferð bíla með aftanívagna undir Hafnarfjalli í dag, þó sérstaklega bíla með hjólhýsi, tjaldvagna og einstaka húsbíl, og ökumönnum ráðlagt að fresta för sinni. Að sögn lögreglunnar hefur verið varað við stormi undir fjallinu frá því á föstudag og því ætti fólk að hafa varann á sér. Ökumönnum annarra fólksbíla er bent á að fara varlega.

Vefmiðillinn mbl.is greindi frá.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is