Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2005 08:35

Fjarnám á Bifröst

Frá og með núverandi haustönn býður Viðskiptaháskólinn á Bifröst upp á fjarnám í viðskiptafræðum. Þar með gefst fólki sem ekki hefur tök á að hætta vinnu eða flytjast búferlum tækifæri til að ljúka BS gráðu í viðskiptafræðum frá skólanum. Sérstaða námsins felst m.a. í því að nemendur geta stjórnað tíma sínum að fullu sjálfir og eru ekki háðir fjarfundabúnaði eða símenntunarstöðvum. Fyrirlestrar eru aðgengilegir á vef skólans og geta nemendur nálgast þá hvenær sem þeim hentar.

 

Tvisvar á hverri önn hittast nemendur á vinnuhelgum á Bifröst þar sem þeim gefst tækifæri á að kynnast betur og taka þátt í lifandi umræðum með kennurum. Fjarnemar stunda svo staðnám á nokkurra vikna sumarönn ásamt nemendum í hefðbundnu námi. Tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi er að veita fólki tækifæri til að upplífa menningu skólans og kynnast þeim vinnubrögðum sem hafa verið sérstaða hans frá upphafi.

Nemendur taka fjögur fög á önn í svokölluðu lotukerfi þar sem tvö fög eru kláruð áður en næstu tvö taka við. Einingar sem nemendur ljúka á hverri önn eru 8 en með þessu fyrirkomulagi er hægt að ljúka náminu á fjórum árum.  Námsinnihald er það sama og í staðnámi sem býður upp á þann möguleika að færa sig á milli námsleiða þegar líður á námið. Sömu reglur gilda í fjarnámi og í staðnámi varðandi verkefnavinnu og verkefnafyrirkomulag þannig að í engu verður slegið af gæðum námsins, segir í fréttatilkynningu frá skólanum.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.bifrost.is eða á skrifstofu skólans í síma 433 3000.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is